24
i
Þessar vörur uppfylla kröfur í stöðlunum EN
149:2001+A1:2009 fyrir öndunarhlífar með síu og
algrímu til notkunar gegn ögnum. Þær ætti aðeins að
nota til að vernda notandann gegn ögnum á föstu
formi og úr órokgjörnum vökva.
^
Veitið viðvörunaryfirlýsingum sérstaka athygli
þar sem í þær er vísað.
^
VIÐVARANIR OG
TAKMARKANIR
Gangið ávallt úr skugga um að varan í heild sinni:
– henti notkun hverju sinni,
– passi vel,
– sé notuð allan váhrifatímann, og
– sé endurnýjuð eftir þörfum.
• Rétt val, þjálfun, notkun og viðeigandi viðhald eru allt
nauðsynlegir þættir til að varan geti varið notandann
fyrir tilteknum aðskotaefnum í lofti. Ef öllum
notkunarleiðbeiningum þessarar öndunarhlífar er ekki
fylgt og/eða ef hún er ekki höfð rétt á í heild sinni allan
váhrifatímann getur það haft alvarleg áhrif á heilsufar
notandans og leitt til alvarlegra eða lífshættulegra
sjúkdóma eða varanlegrar fötlunar.
• Til að varan henti og sé notuð rétt skal fylgja
staðbundnum reglugerðum og fara eftir öllum
upplýsingum sem með henni fylgja. Frekari
upplýsingar er hægt að nálgast hjá
öryggissérfræðingi/fulltrúa 3M (upplýsingar um
tengiliði á staðnum).
• Fyrir notkun verður notandinn að hljóta þjálfun í
notkun vörunnar í heild sinni í samræmi við gildandi
leiðbeiningar og staðla um heilbrigði og öryggi.
• Þessar vörur innihalda ekki íhluti sem gerðir eru úr
náttúrulegu gúmmílatexi.
• Þessar vörur veita ekki vörn gegn
lofttegundum/gufu.
• Notið ekki í andrúmslofti þar sem súrefnisinnihald er
minna en 19,5%. (Skilgreining frá 3M. Í hverju landi
fyrir sig kunna að vera í gildi aðrar takmarkanir hvað
varðar súrefnisskort. Leitið ráða ef vafi leikur á
málum).
• Notið ekki sem öndunarhlíf gagnvart aðskotaefnum í
lofti/styrkleika sem er óþekktur eða umsvifalaust
hættulegur lífi eða heilsu (IDLH).
^
Notið ekki yfir skegg eða annað andlitshár sem
gæti hamlað snertingu á milli andlits og vörunnar
og þannig komið í veg fyrir góða þéttingu.
• Yfirgefið mengaða svæðið umsvifalaust ef:
a) Erfitt verður að anda.
b) vart verður við svima eða önnur óþægindi,
• Fargið öndunarhlífinni og endurnýið hana ef hún
skemmist, erfitt reynist að anda með hana eða í lok
vinnuvaktarinnar.
• Fargið í samræmi við staðbundnar reglugerðir
• Ekki skal breyta, hreinsa eða gera við þessa
öndunarhlíf.
• Hafið samband við 3M ef fyrirhuguð er notkun á
sprengihættustað.
• Fyrir fyrstu notkun skal ávallt ganga úr skugga um
að varan sé ekki komin fram yfir skráðan
endingartíma (lokadagsetningu).
UPPLÝSINGAR UM ÁSETNINGU
Sjá mynd 1.
Áður en tækið er sett á skal ganga úr skugga um að
hendur séu hreinar.
Skoða skal alla íhluti öndunarhlífarinnar og leita að
skemmdum fyrir hverja notkun.
1. Hafið öndunarhlífina lokaða og mótið nefhlutann
eins og sýnt er.
2. Opnið öndunarhlífina, ýtið á framstykkið í miðjunni
og klemmið punktana tvo saman eins og sýnt er.
3. Leggið öndunarhlífina í lófann þannig að opna
hliðin snúi að andlitinu. Grípið um báðar ólarnar með
annarri hendinni. Haldið öndunarhlífinni undir
hökunni, látið nefhlutann snúa upp og smeygið
ólunum yfir höfuðið.
4.Setjið efri ólina yfir hvirfilinn og neðri ólina undir
eyrun. Hafið ekki snúning á ólunum.
5. Notið báðar hendur til að móta nefklemmuna að
lögun nefsins til að tryggja að hlífin passi vel og
þéttingin sé góð. Ef nefklemman er aðeins klemmd
saman með annarri hendi getur það leitt til þess að
öndunarhlífin virki ekki nægilega vel.
6. Áður en farið er inn á vinnustaðinn skal ganga úr
skugga um að þéttið á öndunarhlífinni falli rétt að
andlitinu.
ÞÉTTNIPRÓFUN
1. Leggið báðar hendur yfir framhlið
öndunarhlífarinnar og gætið þess að færa hana ekki
úr stað.
2a) Öndunarhlíf ÁN LOKA – ANDIÐ snöggt ÚT.
2b) Öndunarhlíf MEÐ LOKA – ANDIÐ snöggt INN.
3. Ef loft lekur út í kringum nefið skal endurstilla
nefklemmuna til að koma í veg fyrir lekann. Því næst
er prófunin endurtekin.
4. Ef loft lekur út meðfram jöðrum öndunarhlífarinnar
skal færa ólarnar til á hliðunum á höfðinu til að stöðva
lekann. Því næst er prófunin endurtekin.
Ef EKKI TEKST að láta hjálminn passa rétt SKAL
EKKI fara inn á hættusvæði.
Leitið ráða hjá yfirmanni.
Allir notendur ættu að máta öndunarhlíf til samræmis
við landslög.
Hafið samband við 3M til að fá nánari upplýsingar um
verkferli við prófun fyrir hvern notanda.