122
IS
ÁBYRGÐ SEM GEFIN ER Í SKYN UM SELJANLEIKA,
GAGNSEMI Í ÁKVEÐNUM TILGANGI EÐA AÐRA ÁBYRGÐ
UM GÆÐI EÐA ÁBYRGÐ SEM SPRETTUR AF SÖLU, VENJU
EÐA NOTKUN Í STARFI, NEMA HVAÐ VARÐAR TILKALL OG
VEGNA BROTA GEGN EINKALEYFI. 3M ber samkvæmt
ábyrgð þessari engar skyldur vegna neinnar vöru sem ekki
skilar ætluðum árangri vegna ófullnægjandi eða rangrar
geymslu, meðferðar eða viðhalds, þegar ekki er farið eftir
leiðbeiningum með vörunni eða þegar henni er breytt eða hún
skemmd af slysni eða vegna vanrækslu eða rangrar notkunar.
TAKMÖRKUN Á ÁBYRGÐ: 3M SKAL AÐ ENGU LEYTI BERA
ÁBYRGÐ Á NEINU BEINU, ÓBEINU, SÉRSTÖKU,
TILFALLANDI EÐA AFLEIDDU TJÓNI EÐA SKEMMDUM
(ÞAR MEÐ TALIÐ HAGNAÐARTAP) SEM SPRETTUR AF
VÖRU ÞESSARI, BURTSÉÐ FRÁ ÞVÍ HVAÐA
LAGAKENNINGUM ER BEITT, NEMA ÞAR SEM ÞAÐ ER
LÖGUM SAMKVÆMT BANNAÐ. ÚRRÆÐI EINSKORÐAST
VIÐ ÞAÐ SEM HÉR ER GREINT FRÁ.
ENGAR BREYTINGAR: Ekki skal gera neinar breytingar á tæki
þessu nema með skriflegu samþykki 3M fyrirtækisins.
Óheimilar breytingar gætu ógilt ábyrgð og heimild notanda til
þess að nota tækið.
Förgun rafhlaðna
Þess er oft krafist í lögum og reglugerðum í héraði, landsvæði
eða í landslögum að hleðslurafhlöður séu endurnýttar. Farðu
ætíð eftir reglum á hverjum stað um förgun fastra efna til að
farga rafhlöðum eða endurnýta þær á ábyrgan hátt. 3M
fyrirtækið vinnur einnig að því í bæði Bandaríkjunum og
Kanada, í samstarfi við Call2Recycle (RBRC), að bjóða
endurnýtingu til að stuðla að því að hleðslurafhlöður úr tækjum
okkar séu endurnýttar á viðeigandi hátt. Þú ferð fram á aðstoð
við að nýta þér þessa þjónustu með því að hringja í
þjónustusíma Call2Recycle vegna endurnýtingar á rafhlöðum,
1-800-8-BATTERY (1-800-822-8837), eða leita ráða í
leiðbeiningum Call2Recycle um endurnýtingu á rafhlöðum á
netinu. Slóðin er www.call2recycle.org.