25
BILANALEIT
Ef nuddpotturinn er bilaður skal nota töfluna til að leita bilana og aðgerða.
Hafið samband við þjónustuborð ef ekki er hægt að finna orsök
bilunar eða ef ekki er hægt að gera við hana.
1. Vatnsleki rétt undir dælu.
- Kveikt hefur verið á dælunni án þess að vatn væri í pottinum og
sumir hlutar dælunnar hafa brunnið og farið að leka.
- Hægt er að kaupa nýja dælu hjá eða gera upp þá gömlu.
2. Vatn lekur frá dæluloki.
- Pakkningin er of þurr.
- Lokið er sprungið.
- Skrúfurnar á lokinu eru ekki rétt hertar eins og á að gera við bílfelgur
eða herða í kross. Ímyndum okkur að lokið sé klukkuskífa - fyrst er
skrúfuð skrúfan kl. 12, síðan skrúfan kl. 6, kl. 3 og kl. 9 o.s.frv. Þetta
skiptir máli!
- Pantið nýja pakkningu og nýtt lok.
3
.
Dælan virkar ekki.
- Tryggið að vatnið nái yfir vatnsstútana (sjá lið 19 í handbók)
- Bræðivörin hafa brunnið yfir. Kannið bræðivörin á pottinum og í
rafmagnsuppsetningunni.
- Kannið rafmagnið - spennan þarf að vera 220/230 volt búnaðurinn
verður að taka nægilega mörg amper.
- Hafið samband við þjónustuborð
4. Blásari virkar ekki.
- Bræðivörin hafa brunnið yfir. Kannið bræðivörin á pottinum og kannið
bræðivör í rafkerfinu.
- Kannið rafmagnið - spennan er 220/230 volt búnaðurinn tekur
nægilega mörg amper.
- Hafið samband við þjónustuborð
5.
Vatnhitarinn virkar ekki.
- Bræðivörin hafa brunnið yfir. Kannið bræðivörin á pottinum og kannið
bræðivör í rafkerfinu.
- Kannið rafmagnið - spennan er 220/230 volt búnaðurinn tekur
nægilega mörg amper.
- Hafið samband við þjónustuborð
6.
Undarlegt hljóð heyrist í dælunni.
- Dælan getur hafa sogað inn hár o.s.frv.
- Kannið sogsíuna í pottinum með því að taka hana úr.
- Stöðvið dæluna og fjarlægið lokið á dælunni. Fjarlægið hár eða annað
úr dæluhjólinu. Munið að herða skrúfu eins og nefnt var undir lið 2.
7.
Vatn lekur undan afrennslinu.
- Afrennslisstútur og vatnslás eru ekki rétt tengdir. Ekki hefur verið
notað teflon-límband (4d).
- Snúið plaststykkinu á vatnslásnum þar sem frárennslisrörið er tengt.
Notið nóg af teflon-límbandi eða olíufeiti / hrosshári í
vatnslásasamskeytin og komið vatnslásnum aftur fyrir á
niðurfallsstútnum.
8.
Vatnið lekur bak við nuddstútana.
- Nuddstútarnir eru ekki rétt settir upp.
- Hafið samband við þjónustuborð
9.
Kraninn lekur.
- Keramikstykkið er óhreint og þarf að skipta um það.
- Pantið nýtt keramikstykki
10.
Vatn lekur undir vatnskrananum.
- Kannið hvort tenging á heitu og köldu vatni við pottinn er rétt og
þétt með teflon-límbandi eða feiti og hári.
- Kannið hvort pakkningin er orðin of þurr og skiptið þá um hana.
- Herðið rærnar á bæði heita og kalda vatninu og kannið hvort
rörasamskeytin eru þétt.
11.
Potturinn er rispaður og hefur misst gljáann.
- Ágeng hreinsiefni, skrúbbkrem eða skrúbbsvampur hafa skemmt
yfirborðið.
- Notið bílabón til að fægja yfirborðið.
12.
Krómíhlutir virðast ryðgaðir.
- Kalksteinn hefur safnast upp og ryð komið í ljós.
- Ágeng hreinsiefni, skrúbbkrem eða skrúbbsvampur hafa skemmt
yfirborðið.
- Notið reglulega afkölkunarefni, vínedik eða sítrónusýru.
13. Nuddpotturinn er óstöðugur.
- Einn af stillanlegu fótunum er styttri en hinir.
- Stillið fæturna og notið hallamál til að fá pottinn stöðugan.
14. Frekari spurningar
- Hafið samband við þjónustuborð
Summary of Contents for 12-130-03-11-00
Page 1: ...13 8 2019 WHIRPOOLS EXCLUSIVE...
Page 6: ...6 O ring 6 7 a b c d 8...
Page 7: ...7 SILIKONE SILIKONE 9 10...