-67-
ISL
Notandahandbók
Hlutalýsing
1. Öryggisgler
2. Handfang
3. Skrúfgat
4. Hreyfinemi (aðeins fyrir 22887322,
22908038 og 24810360)
5. Tengidós
6. Festing með skrúfum
7. Skrúfa til að opna tengidós
Hönnun ákveðinna tegunda kann að vera öðruvísi en
myndin sýnir.
Ætluð notkun
LED-flóðljósið er tilvalið til að lýsa upp innganga að húsum, bílskúra, göngustíga, o.s.frv. og til að aftra
innbrotum. Tækið er hannað til varanlegrar uppsetningar á stað sem varinn er fyrir regni.
Hreyfinemi kveikir og slekkur á tækinu. LED-flóðljósið hentar ekki í öðru skyni en lýst er hér (aðeins fyrir
22887322, 22908038 og 24810360).
Öryggisleiðbeiningar
AÐVÖRUN!
Lesið allar leiðbeiningarnar. Ef eftirfarandi leiðbeiningum er ekki fylgt kann það að leiða
til rafstuðs, eldsvoða og/eða alvarlegs líkamstjóns. Geymið þessa notandahandbók til notkunar síðar
meir! Látið þessa notandahandbók fylgja með ef þú gefur öðrum aðila þetta LED-flóðljós.
• Tækið verður að vera tengt af fagmenntuðum rafvirkja.
• Áður en tækið er tengt skal tryggja að aflgjafinn hlíti upplýsingunum á merkiplötunni.
• Til að hindra líkamstjón skal festa tækið varanlega á vegg samkvæmt leiðbeiningum varðandi
uppsetningu.
• Aldrei skal snerta hluti með spennu!
• Tækið er aðeins ætlað til tengingar við fastan rafmagnsbúnað!
• Tryggið að einangrun rafmagnskapals hafi ekki orðið fyrir tjóni.
• Fylgið viðeigandi reglugerðum varðandi uppsetningu utandyra.
1
2
6
5
3
4
7
24794747_24810360-ProfiDepot-IM-V03-Multi.indb 67
23/9/2016 12:13 PM