135
IS
4) Skrúfaðu þrýstijafnarann á gaskútinn.
5) Ekki athuga eftir lekum með því að nota loga. Notaðu
vökva sem nemur gas.
6) Settu vökvann á tengin fyrir gaskútinn/þrýstijafnarann/
tækið. Stýrihnapparnir eiga að vera í „OFF“ (slökkt)
stöðu (
O
). Opnaðu fyrir lokann á gaskútnum.
7) Ef loftbólur myndast þýðir það að gasleki sé til staðar.
8) Hertu rærnar til að stöðva lekann. Ef einhver hlutur er
ónýtur skaltu skipta um hann. Ekki má nota tækið fyrr
en gaslekinn hefur verið stöðvaður.
9) Lokaðu fyrir lokann á gaskútnum.
Mikilvægt:
Notaðu aldrei loga til að finna gasleka. Framkvæma
verður leit að gasleka og úrræði gegn honum að
minnsta kosti einu sinni á ári og í hvert sinn sem skipt
er um gaskút.
g) Fyrir notkun
Ekki kveikja á tækinu fyrr en þú hefur lesið allar
leiðbeiningarnar vandlega og skilið þær. Gakktu einnig
úr skugga um að:
- enginn leki sé til staðar
- Venturi slöngurnar séu ekki stíflaðar (t.d. af kóngulóarvef).
- slangan komi ekki í snertingu við hluti sem gætu hitnað.
h) Kveikt á grillbrennara
Ef eldur kviknar undir kveikihettunni skal slökkva á
vörunni, láta hana kólna (um það bil fimm mínútur)
og kveikja síðan aftur á tækinu. Ef kviknar oft
undir kveikihettunni skal hafa samband við fulltrúa
Campingaz
®
á staðnum.
Lestu punkta 1 til fimm áður en byrjað er á lið 1).
1)
Kveiktu aldrei á tækinu þegar lokið er niðri.
Kveiktu ávallt á því með lokið uppi.
2) Gakktu úr skugga um að stýrihnapparnir séu í „OFF“
(slökkt) stöðu (
O
).
3) Opnaðu fyrir lokann á gaskútnum.
4)
Módel Attitude 2100 LX
(mynd 5)
Ýttu á og snúðu einum af stýrihnöppunum tveimur og
stilltu hann á
Full Flow (Fullt flæði
(
), ýttu síðan
strax á kveikihnappinn ( ) þar til smellur í honum.
Haltu honum niðri í nokkrar sekúndur þar til kviknar á
honum.
Ef það kviknar ekki á brennaranum skaltu setja
stýrihnappinn aftur í „OFF“ stöðu (
O
). Bíddu í 5
mínútur áður en þú endurtekur ferlið.
Módel Attitude 2100 EX
(mynd 6)
Ýttu á stýrihnappinn og snúðu honum síðan rangsælis
í kveikistöðuna ( ).
Haltu áfram að ýta á hnappinn svo að
rafmagnsneistagjafinn myndi neista.
Þegar kveikt er á brennaranum skaltu snúa
stýrihnappinum í stöðuna fyrir fullt flæði (
).
ATH.:
Ef ekki kviknar á brennaranum eftir 10 sekúndur
skaltu setja stýrihnappinn aftur í OFF (
O
) stöðuna.
Bíddu í 5 mínútur áður en þú endurtekur aðgerðina.
5) Þegar kveikt er á brennaranum kviknar sjálfkrafa á
hinum brennaranum eftir að hinn stýrihnappurinn er
stilltur á fullt flæði ( ), án þess að þurfi að kveikja á
neistagjafahnappinum.
Mikilvægt:
Ef ekki kviknar á brennaranum eftir aðra tilraun skal snúa
stjórnhnappnum í “off” (O/slökkt) stöðuna og ganga úr
skugga um að engin stífla sé í úttaki brennarans eða
slöngunni. Skoðaðu einnig hvort að neistarafhlaðan sé
tóm.
i) Kveikt handvirkt á grillinu
Ef sjálfvirk kviknun virkar ekki skaltu stilla stýrihnappinn
á „OFF“ (
O
). Fjarlægðu eina af eldunargrindunum. Settu
logandi eldspýtu nálægt brennaranum og ýttu síðan á
viðeigandi stýrihnapp og snúðu honum rangsælis. Stilltu
hann á fullt flæði (
). Settu eldunargrindina aftur á sinn
stað.
j) Slökkt á grillinu
Settu stýrihnappana aftur í „OFF“ stöðu (
O
) og lokaðu
síðan fyrir lokann á gaskútnum.
k) Skipt um gaskút
- Gerðu þetta ávallt á vel loftræstu svæði og aldrei í
kringum loga, neista eða hitagjafa.
- Settu stýrihnappana aftur í „OFF“ stöðu (
O
) og lokaðu
fyrir lokann á gaskútnum.
- Skrúfaðu þrýstijafnarann af, gættu að því hvort þétting
sé til staðar og að hann sé í góðu ástandi.
- Settu fulla gaskútinn á sinn stað, festu þrýstijafnarann á
og gættu þess að valda ekki álagi á slönguna með því
að snúa upp á hana eða toga í hana.
L) Notkun
Ráðlagt er að nota hlífðarhanska þegar sérstaklega heitir
hlutir eru meðhöndlaðir.
Áður en þú byrjar að elda skaltu forhita tækið í um það bil
10 mínútur í
Full Flow
(
) stöðunni og með lokið niðri.
Þegar grillið er notað í fyrsta skiptið þarf að forhita það
í um það bil 20 mínútur til að fjarlægja málningarlykt frá
nýjum hlutum.
Hægt er að stilla eldunarhraða með stillingarhnöppunum:
frá full flow (fullt flæði) stöðunni (
) að medium flow
(miðlungsflæði) stöðunni ( ).
Burstaðu eldunargrindurnar með matarolíu áður en þú
setur mat á þær til að koma í veg fyrir að maturinn festist
við grindurnar.
Skerðu umframfitu af kjöti fyrir eldun til að draga úr
fitubruna við eldun. Þrífðu grillið eftir hverja notkun
til að koma í veg fyrir að fita safnist upp og draga úr
íkveikjuhættu.
Summary of Contents for ATTITUDE 2100 LX
Page 4: ...3 Fig 2A Fig 2B Fig 2C Fig 1 Fig 3A B C A L 30 cm H D...
Page 5: ...4 A B Fig 4A Fig 4B Fig 3B Fig 4C Fig 4D...
Page 6: ...5 A B C Fig 4E Fig 4G Fig 4F Fig 4H Fig 5 B A Fig 6 B A Fig 7...
Page 7: ...6 Fig 8 Attitude 2100 LX Attitude 2100 EX A B C...
Page 121: ...120 BG PIEZO...
Page 133: ...132 GR CY venturi venturi venturi venturi venturi venturi venturi PIEZO...