108
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
IS
RAFMAGNSUPPLÝSINGAR
• Framleiðandinn setur kennispjald aftan á tækið (með upplýsingum um
rafmagn og tæknilega þætti).
• Gakktu úr skugga um að tækið sé jarðtengt á réttan hátt. Mjög mikilvægt
er að tækið sé rétt jarðtengt til að forðast rafhögg og eldsvoða.
Rafmagnssnúran er með jarðtengdri kló sem verndar gegn rafhöggi.
• Tengja verður tækið við rétt jarðtengda innstungu. Ef vegginnstungan
sem þú ætlar að nota er ekki jarðtengd á réttan hátt og ekki heldur
varin með tregu öryggi eða lekaliða (það ræðst af hámarks straumstyrk
einingarinnar hvernig öryggis eða lekaliða er krafist, sjá kennispjald
einingarinnar) skal viðurkenndur rafvirki sjá um uppsetningu viðeigandi
innstungu.
• Gakktu úr skugga um að hægt sé að komast að innstungunni eftir að
tækið hefur verið sett upp.
• Notaðu hvorki framlengingarsnúrur né millistykki fyrir rafklóna
með þessu tæki.
Ef nota þarf framlengingarsnúru þarf hún að vera af
viðurkenndri gerð fyrir loftþurrkara (fæst í góðum járnvöruverslunum).
• Taktu tækið alltaf úr sambandi við rafmagn fyrir uppsetningu og/eða
þjónustu (þannig er komið í veg fyrir slys á fólki).
• Allar raflagnir verða að vera í fullu samræmi við raflagnateikninguna á
miðskilplötunni (að baki vatnsbakkanum).
TAKTU TILLIT TIL ÖRYGGISTÆKNILÝSINGA
• Rafrásaspjald tækisins (PCB) er búið öryggi sem varnar yfirstraumi.
Upplýsingar um öryggið eru prentaðar á rafrásaspjaldið, til dæmis: T 3,15
A/250 V (eða 350 V) o.s.frv.
ATH! Allar myndir í þessum notkunarleiðbeiningum eru einungis ætlaðar til
leiðbeiningar. Tæki þitt getur verið aðeins öðruvísi í laginu en notkun þess
og virkni er eins.
ATHUGASEMDIR UM FLÚORAÐ GAS
• Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir er að finna í loftþéttum búnaði.
Nákvæmar upplýsingar um flúoraða gróðurhúsalofttegund, magn og
CO
2
-jafngildi í tonnum (á ákveðnum gerðum), má finna á viðeigandi merki
á sjálfu tækinu.
• Uppsetning, þjónusta, viðhald og viðgerðir verða að vera framkvæmdar
af viðurkenndum tæknimanni.
• Viðurkenndur tæknimaður skal annast förgun og endurvinnslu tækisins.