109
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
VIÐVARANIR VARÐANDI KÆLIEFNI (NOTAÐU EINGÖNGU
R290)
• Notaðu eingöngu kæliefni ráðlögð af framleiðanda til þess að flýta
affrystingarferlinu og þrífa tækið.
• Engir kveikjugjafar í stöðugri notkun mega vera í sama rými og tækið (til
dæmis opinn eldur, gastæki í notkun eða rafmagnshitari).
• Ekki gata eða brenna tækið.
• Vertu meðvituð/meðvitaður um að kæliefnið kann að vera lyktarlaust.
• Tækið skal sett upp, notað og geymt í rými þar sem gólfflötur er að
lágmarki 4 m
2
.
• Fara verður eftir innlendum reglugerðum um gasnotkun.
• Haltu öllum loftræstiopum opnum og óhindruðum.
• Vernda þarf tækið gegn öllu ákomutjóni.
• Tækið skal haft á vel loftræstum stað þar sem stærð rýmisins jafngildir
tilgreindu rými fyrir notkun.
• Þeir sem vinna með eða opna kæliefnisrás verða að hafa gild starfsleyfi
gefin út af vottaðri matsstofnun sem úthlutar leyfum til að meðhöndla
kæliefni á öruggan hátt í samræmi við viðurkennd matsviðmið
starfsgreinarinnar.
• Tækið skal eingöngu þjónustað í samræmi við ráðleggingar frá
framleiðanda tækisins. Ef þörf er á aðstoð frá öðrum hæfum einstaklingi
við viðhald og viðgerðir þá verður sú vinna að fara fram undir eftirliti
einstaklings sem er þjálfaður í notkun á eldfimum kæliefnum.
Varúð! Eldhætta/eldfim efni
(Á eingöngu við tæki með R290)
MIKILVÆGT! Lestu þessar notkunarleiðbeiningar vandlega áður en þú
setur upp eða notar nýja loftþurrkarann þinn. Geymdu leiðbeiningarnar
til uppflettinga síðar.