112
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
IS
9) Athugun á rafmagnsíhlutum
Vinna við viðgerðir og viðhald á rafmagnsíhlutum skal hefjast með
öryggisathugun og skoðun á íhlutunum. Sé til staðar bilun sem leiðir til
skerts öryggis má ekki tengja rásina rafmagni fyrr en úr biluninni hefur
verið bætt á fullnægjandi hátt. Sé ekki hægt að laga bilunina strax en
vinna þarf að halda áfram verður að notast við fullnægjandi tímabundna
lausn. Þetta verður að tilkynna eiganda búnaðarins þannig að allir aðilar
séu upplýstir um málið.
Upphaflegar öryggisathuganir skulu felast í eftirfarandi:
Að þéttar séu afhlaðnir: Þetta á að gera á öruggan hátt án þess að neisti
myndist.
Að engir rafmagnsíhlutir eða vírar sem spenna er á séu óvarðir þegar
verið er að fylla á, tæma eða hreinsa kerfið.
Að jarðtengingin sé órofin.
• Viðgerð á þéttilokuðum íhlutum
1) Þegar viðgerð fer fram á þéttilokuðum íhlutum þarf að taka búnaðinn,
sem á að vinna við, úr öllu sambandi við rafmagn áður en innsiglaðar
hlífar eða eitthvað svipað er fjarlægt. Sé bráðnauðsynlegt að búnaðurinn
sé tengdur við rafmagn á meðan þjónustu stendur verður að setja upp
stöðuga lekagreiningu á viðkvæmasta punktinum til að vara við ef
mögulega hættulegt ástand skapast.
2) Þegar unnið er með rafmagnsíhluti verður að veita eftirfarandi
sérstaka athygli til að tryggja að engar breytingar verði á húsinu þannig
að það dragi úr vernd þess. Þetta gildir um skemmda kapla, of margar
tengingar, tengla sem víkja frá upprunalegri tæknilýsingu, skemmdar
þéttingar og gegnumtök sem er ekki komið fyrir á réttan hátt.
Athugaðu hvort tækið sé fest á réttan hátt.
Athugaðu hvort þéttingar eða efni í þéttingum sé orðið svo lélegt að það
komi ekki lengur í veg fyrir að eldfimar gasblöndur smjúgi í gegn.
Varahlutir verða að uppfylla tæknilýsingar framleiðanda.
• ATH! Notkun á sílikonþéttiefni getur hamlað virkni í ákveðnum gerðum
af lekagreiningarbúnaði. Ekki þarf að einangra eiginörugga íhluti áður en
vinna við þá hefst.
• Viðgerð á eiginöruggum íhlutum
Ekki setja viðvarandi span- eða rafrýmdar álag á rafrásina án þess
að ganga fyrst úr skugga um að það fari ekki yfir mörk málspennu og
málstraums á búnaðinum. Eiginöruggir íhlutir eru eina gerðin af íhlutum
sem hægt er að vinna með á meðan spenna er á þeim í eldfimu umhverfi.
Prófunarbúnaðurinn verður að vera með rétt málgildi. Einungis má
setja í nýja íhluti sem framleiðandinn hefur tilgreint. Notkun á öðrum
varahlutum getur leitt til þess að það getur kviknað í kæliefninu ef það
lekur út.
• Kaplar
Gakktu úr skugga um að kaplarnir séu ekki í hættu á að verða fyrir sliti,
tæringu, of miklum þrýstingi, titringi, hvössum brúnum eða öðrum
neikvæðum áhrifum. Taktu einnig með í reikninginn við skoðunina áhrif