115
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
komi að búnaðurinn innihaldi eldfimt kæliefni.
• Tæming
Þegar kæliefni er fjarlægt úr kerfi, hvort sem er vegna þjónustu eða vegna þess
að taka eigi það úr notkun, ráðleggjum við sem góða starfshætti að allt kæliefni
sé fjarlægt á öruggan máta.
Gakktu úr skugga um að einungis söfnunarhylki ætluð fyrir kæliefni séu
notuð undir kæliefni sem tappað er af. Gakktu úr skugga um að fyrir hendi séu
nægilega margir kútar fyrir allt kæliefnið í kerfinu. Allir kútar sem nota skal
verða að vera hannaðir sérstaklega fyrir aftöppun kæliefnis og með merkingum
sem sýna með hvaða tiltekna kæliefni þeir eru fylltir. Hylkin verða að vera
heil og búin þrýstiloka og tengdum lokum í góðu ástandi. Tæma skal tóm
aftöppunarhylki og, ef mögulegt er, kæla þau áður en aftöppun hefst.
Aftöppunarbúnaðurinn verður að vera í góðu ásigkomulagi og ætlaður yfir
aftöppun eldfimra kæliefna, auk þess sem leiðbeiningar um notkun búnaðarins
þurfa að vera fyrir hendi. Auk þess þarf kvörðuð vog að vera við hendina og í
góðu ástandi. Slöngurnar verða að vera heilar með þéttum tengingum og í góðu
ástandi.
Gættu þess að aftöppunarbúnaðurinn sé í góðu ástandi áður en hann er
notaður, að hann hafi fengið rétt viðhald og að tengdir rafmagnsíhlutir séu
þéttir til að koma í veg fyrir að það kvikni í kæliefninu ef leki á sér stað. Ef þú ert
í vafa með eitthvað, hafðu þá samband við framleiðandann.
Skila skal aftöppuðu kæliefni til söluaðila kæliefnisins í réttum
aftöppunarkútum og með viðeigandi upplýsingum um förgun. Ekki blanda
saman kæliefnum í aftöppunareiningum og alls ekki í kútum. Ef fjarlægja á
loftþjöppur eða loftþjöppuolíur verður að fjarlægja nægilega mikið til að tryggja
að ekkert eldfimt kæliefni sé eftir í smurefninu. Framkvæma verður tæminguna
áður en loftþjöppunni er skilað til söluaðilans. Til að hraða tæmingunni má
eingöngu nota rafmagnshitun við loftþjöppuhúsið. Þegar kerfið er tæmt af olíu
þarf að gera það á öruggan hátt.