119
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
Mode (Stöðuhnappur)
Þrýstu á takkann til að velja viðkomandi stillingu: Þurrkun (Dryer),
stöðug loftþurrkun (Cont.) eða snjallloftþurrkun (SMD).
Fan (Viftuhnappur)
Stýrir snúningshraða viftu. Þrýstu á hnappinn til að velja um
þrjú snúningshraðastig: lágan, í meðallagi og háan. Gátljós
snúningshraða viftu sýnir valinn snúningshraða. Hafi mikill
snúningshraði verið valinn lýsa þó líka gátljós fyrir lítinn hraða og
í meðallagi.
Timer (Tímastillir)
Þrýstu á hnappinn ásamt hnöppunum „+” og „–” til að ræsa
aðgerðina ræsa og slökkva sjálfvirkt.
Humidity set control (Rakastillingarhnappar)
Hægt er að stilla loftrakann á bilinu 35% RH (loftraki í
hundraðshlutum) og 85% RH í 5% þrepum.
Viljirðu hafa loftið þurrara þrýstirðu á hnappinn „–” og stillir á
lægri hundraðstölu (%). Viljirðu hafa loftið rakara þrýstirðu á
hnappinn „+” og stillir á hærri hundraðstölu (%).
Skjár
Sýnir valið loftrakastig frá 35 til 85% eða tímann sem tækið ræsir sig eða slekkur sjálfvirkt á sér (0-24). Að því búnu er sýnt
raunverulegt (frávik: ±5 %) loftrakastig rýmisins á bilinu 30 til 90% RH (hlutfallslegur loftraki).
Bilanakóðar:
AS – Bilun í loftrakaskynjara - Taktu tækið úr sambandi og tengdu það á ný. Fáðu þjónustu á tækið ef bilunin kemur fram á ný.
ES – Bilun í hitaskynjara - Taktu tækið úr sambandi og tengdu það á ný. Fáðu þjónustu á tækið ef bilunin kemur fram á ný.
P2 – Vatnsbakkinn er annað hvort fullur eða rangt settur í tækið - Tæmdu vatnsbakkann og settu hann á sinn stað.
P1 – Tækið er að affrysta sig - Gefðu tækinu tíma til þess að vinna sjálfvirkt þjónustuverkefni. Villukóðinn hverfur þegar affrystingu
tækis er lokið. (Á ákveðnum gerðum)
E4 – Bilun í boðskiptum skjáborðs - Taktu tækið úr sambandi og tengdu það á ný. Fáðu þjónustu á tækið ef bilunin kemur fram á ný. (Á
ákveðnum gerðum)