122
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
IS
UMHIRÐA OG VIÐHALD
Umhirða og hreinsun loftþurrkara
Slökktu á loftþurrkaranum og taktu klóna úr sambandi við
vegginnstungu áður en tækið er þrifið.
Að þrífa grindur og hús
• Notaðu vatn og mild þvottaefni. Notaðu hvorki bleikiefni né
þvottaefni/vörur sem innihalda svarfefni.
• Ekki sprauta vatni beint á tækið. Sé það gert getur það valdið
rafhöggi, skaðað einangrun eða orsakað ryðmyndun í tækinu.
• Ryksugaðu eða burstaðu reglubundið af grindum fyrir
loftinntök og útblástursgrindur (þær verða fljótt óhreinar).
Að þrífa vatnsbakkann
Þrífðu vatnsbakkann hálfsmánaðarlega til að koma í veg fyrir
myglumyndun og bakteríur. Settu svolítið af hreinu vatni og
mildu þvottaefni í vatnsbakkann. Snúðu vatnsbakkanum svo
vatnið nái að snerta alla fleti. Helltu vatninu burt og skolaðu
vatnsbakkann hreinan.
ATH!
Ekki þvo vatnsbakkann í uppþvottavél. Þegar búið er að
þrífa vatnsbakkann er honum komið fyrir á réttum stað á ný
(loftþurrkarinn virkar því aðeins að vatnsbakkinn sé rétt settur í).
Að þrífa loftsíuna
Skoðaðu loftsíuna að baki fremri grind og þrífðu hana að lágmarki
hálfsmánaðarlega (oftar ef með þarf).
ATH!
HVORKI MÁ SPÚLA SÍUNA NÉ ÞVO HANA Í UPPÞVOTTAVÉL.
Að taka í sundur:
• Taktu í flipa síunnar og dragðu hana út og að því búnu niður.
• Þrífðu síuna í heitu sápuvatni. Skolaðu síuna og láttu hana
þorna áður en hún er sett aftur á sinn stað. Ekki þvo síuna í
uppþvottavél.
Að setja í:
Settu fyrst efri hluta síunnar í tækið og þrýstu svo neðri hlutanum
inn.
VARKÁRNI!
EKKI nota loftþurrkarann án síu. Óhreinindi og ló stífla tækið og
draga úr virkni þess.
ATH!
Hægt er að strjúka af húsi og framhlið með klút án olíu eða
þvo með klút sem vættur hefur verið í röku vatni með fljótandi
uppþvottaefni. Skolaðu vandlega og þurrkaðu af. Notaðu aldrei
sterk hreinsiefni, vax eða bón á framhlið hússins. Þú skalt
kreista umframvatn úr klútnum áður en þú þurrkar í kringum
stjórnborðið. Of mikið vatn í eða við stjórnborðið getur skemmt
tækið.