33
ÖRYGGISREGLUR
Komdu í veg fyrir slys á fólki og eignatjón með því að fara eftir leiðbeiningunum.
VIÐVÖRUN!
• Notaðu viftuna eingöngu í samræmi við það sem lýst er í þessum
leiðbeiningum um notkun. Öll önnur notkun en sú sem framleiðandinn mælir
með getur orsakað eldsvoða, rafhögg eða meiðsl á fólki.
• Gakktu úr skugga um að netspenna sé í samræmi við tilgreinda spennu á
merkiplötu viftunnar (220–240 V~/50 Hz).
• Börn frá 8 ára aldri og eldri og fólk með skerta líkamlega getu, skerta heyrn/
sjón, skerta andlega getu eða án reynslu mega aðeins nota viftuna undir
eftirliti til þess bærs einstaklings eða sé þeim leiðbeint um örugga notkun
viftunnar og að viðkomandi átti sig á öllum hættum sem fylgja notkuninni.
• Börn mega aldrei leika sér með viftuna.
• Börn mega hvorki þrífa né annast viðhald viftunnar án eftirlits fullorðinna.
• Vara þessi er ekki leikfang. Gakktu úr skugga um að börn leiki sér ekki með
viftuna.
• Taktu viftuna úr sambandi við rafmagn þegar hún er ekki í notkun og áður en
hún er þrifin.
• Ekki leggja neitt yfir loftinntak eða hlífðargrindur.
• Leggðu ekkert ofan á viftuna og notaðu hana ekki til að þurrka föt.
• Gættu þess að setja ekki fingur eða neina hluti af neinu tagi inn í loftinntakið
eða gegnum hlífðargrindina. Það gæti orsakað rafhögg, eldsvoða eða
skemmdir á viftunni.
• Forðastu hættu á íkveikju með því að leggja ekkert yfir hlífðargrindurnar eða
eiga við viftuna á einhvern hátt á meðan hún gengur.
• Ekki nota viftuna ef rafmagnsleiðslan eða klóin hefur orðið fyrir skemmdum.
Hafi rafmagnsleiðslan skemmst skal skipt um hana af framleiðanda, seljanda
eða öðrum hæfum einstaklingi til að forðast ógn við öryggi fólks.