• Fyrir notkun skal skoða hvort
að blaðið, blaðróin og
samsetning blaðsins sé slitin
eða skemmd. Skiptið um slitna
eða skemmda íhluti í settum til
að varðveita jafnvægi. Skiptið
út skemmdum eða
ólesanlegum merkimiðum.
2.3 NOTKUN
• Notið vélina aðeins í dagsljósi
eða við góða lýsingu.
• Forðist að nota vélina í blautu
grasi.
• Tryggið trausta fótastöðu í
brekkum.
• Gangið, hlaupið ekki.
• Sláið gras til hliðanna í halla,
aldrei upp og niður.
• Gætið sérstaklega að þegar
skipt er um stefnu í halla.
• Ekki slá með látum í miklum
halla.
• Notið sérstaka varúð þegar
vélinni er bakkað eða hún
dregin að þér.
• Stöðvið blaðið/blöðin ef
verður að halla vélinni fyrir
flutning, þegar farið er yfir
yfirborð sem er annað en gras,
og þegar vélin er flutt til og frá
því svæði sem á að nota hana í.
• Notið ekki vélina ef hlífar eða
varnir eru skemmdar eða ef
hlífar og varnir vantar.
• Kveikið varlega á mótornum í
samræmi við leiðbeiningar og
með fætur fjarri blaðinu/
blöðunum.
• Ekki halla vélinni þegar kveikt
er á mótornum, nema ef verður
að halla henni til að ræsa. Í
slíkum tilfellum, má ekki halla
vélinni meira en nauðsynlegt
er og aðeins lyfta þeim hluta
sem er fjarri stjórnandanum.
• Ekki ræsa vélina þegar staðið
er framan við losunaropið.
• Ekki setja hendur eða fætur
nærri eða undir snúningshluta.
Verið fjarri losunaropinu á
öllum stundum.
• Ekki flytja vélina meðan
aflgjafinn er í gangi.
• Stöðvið vélina og fjarlægið
afvirkjunarbúnaðinn og
rafhlöðuna. Gangið úr skugga
um að allir hlutir sem hreyfast
séu að fullu stoppaðir
• í hvert skipti sem vélin er
yfirgefin;
286
Íslenska
IS