51
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
MIKILVÆGAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
LESTU LEIÐBEININGAR ÞESSAR VANDLEGA
FYRIR NOTKUN OG GEYMDU ÞÆR TIL
UPPFLETTINGA SÍÐAR
Eftirfarandi grundvallaratriði þarf alltaf að hafa í heiðri þegar
þetta raftæki eða önnur eru í notkun:
1. Tæki þetta mega nota börn 8 ára og eldri, fólk með skerta
líkamlega eða andlega getu og fólk sem skortir kunnáttu eða
reynslu, sé það gert undir eftirliti eða að fengnum leiðbein-
ingum varðandi örugga notkun tækisins og að viðkomandi
átti sig á þeim hættum sem því geta fylgt. Börn mega ekki
nota tækið sem leikfang. Börn mega ekki þrífa eða viðhalda
tækinu nema þau séu eldri en 8 ára og þá undir eftirliti.
2. Hafðu tækið og rafmagnsleiðslu þess þar sem börn undir
8 ára aldri ná ekki til.
3. Sé rafmagnsleiðslan sködduð mega bara framleiðandi,
þjónustufulltrúi hans eða einhver með sambærilegt hæfi
skipta um hana til að forðast hættuástand.
4. Tækið ætti ekki að standa upp að vegg.
5. Yfirborð tækisins gæti hitnað mjög á meðan það er í notkun.
6. Málmfletir tækisins hitna að jafnaði við notkun.
7. Ekki er ætlast til þess að tækið sé notað með ytri tímastilli eða
sjálfstæðu fjarstýringarkerfi.
8. Tækið er eingöngu ætlað til notkunar innanhúss.
9. Ekki má dýfa tækinu í vatn við þrif á því.
10. Taktu brauðristina ætíð úr sambandi við rafmagn og leyfðu
henni að kólna fyrir þrif.