55
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
ATHUGASEMDIR UM RISTUN
Fjarlægðu allar umbúðir brauðristarin-
nar áður en hún er tekin í notkun. Gættu
þess að umbúðir innan í tækinu hafi verið
fjarlægðar.
Athugaðu: Ekki setja brauð í tækið við fyrstu
notkun. Þá ná nýju hitaelementin að brenna
af sér allt ryk sem gæti hafa safnast á þau
við smíðina.
1. Gættu þess að mylsnubakkinn sé rétt
settur í tækið og að rististöngin sé í efstu
stöðu.
2. Brauðristin ætti að standa á flötu yfirborði
frá vegg.
3. Dragðu leiðsluna út og settu í samband
við innstungu.
4. Settu brauðsneiðar í tækið. Gættu þess
að rististöngin sé í efstu stöðu.
5. Stingdu tækinu í samband. Þrýstu
rististönginni niður þar til hún smellur
föst. Gátljósin hætta við og ristunarstig
lýsa. Skjárinn sýnir ristunarstig (sjálfgefin
stilling er „1“). Tækið fer í gang. Veldu það
ristunarstig og annað sem óskað er eftir.
6. Ristunarstigin eru 7. Veldu rétta stigið fyrir
þig („1“ er ljósast, „7“ er dekkst).
7. Þegar ristun er lokið sprettur brauðið
sjálfkrafa upp.
8. Taktu brauðristina úr sambandi eftir
notkun.
Þegar brauð er ristað er það í raun bæði
hitað og þurrkað. Rakastig brauðs er brey-
tilegt og þess vegna getur ristunartíminn
verið mismunandi.
Ekki er nauðsynlegt að forhita fyrir notkun.
Ekki setja brauð í tækið þegar það er notað
í fyrsta sinn. Tækið gefur frá sér smávegis
reyk eða gas sem er eðlilegt.
•
Notaðu lægra ristunarstig en venjulega
fyrir hálfþurrt brauð.
•
Notaðu hærra ristunarstig en venjulega
fyrir nýtt brauð eða heilhveitibrauð.
•
Sé yfirborð brauðs mjög ójafnt (t.d.
enskar muffins) þarf hærra ristunarstig.
•
Það tekur lengri tíma að rista þykkar
sneiðar, stundum umtalsvert lengri
tíma. Ástæðan er sú að meiri raki þarf
að gufa upp úr brauðinu áður en það
fer að taka lit.
•
Séu sneiðarnar mjög þykkar gæti þurft
tvær umferðir ristunar.
•
Ef rista á rúsínubrauð eða annað ávax-
tabrauð þarf að fjarlægja alla ávaxtabi-
ta af yfirborði þess áður en það er sett
í brauðristina. Það er gert til að koma í
veg fyrir að ávaxtabitar detti inn í tækið
eða festist við vírana inni í því.
•
Að rista eina sneið: Ef þú ætlar að rista
eina sneið skaltu stilla á heldur lægra
ristunarstig. Brauðristin hitar allt ris-
tirýmið fyrir tvær sneiðar. Ristunartíminn
er styttur til að tryggja að sneiðin verði
ekki of dökk.
•
Frosið brauð: Hita ætti frosnar vöfflur,
pönnukökur og franskt ristabrauð með
affrystihnappinum.
•
Bökur: Varúð: Þegar bökur eru ristaðar
getur fyllingin hitnað mjög ef ytri hliðin
er brúnuð.