58
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
RÉTT FÖRGUN VÖRUNNAR
Táknið gefur til kynna að ekki ætti að farga vörunni með almennu heimilissorpi.
Endurnýttu tækið á ábyrgan hátt til þess að vinna gegn tjóni á umhverfi eða
lýðheilsu vegna skipulagslausrar förungar úrgangs og til þess að stuðla að sjálf-
bærri endurnotkun efnisauðlinda. Notuðu tæki má skila á viðurkenndum skila- og
endurvinnslustöðvum eða með því að leita til seljanda tækisins. Hann gæti tekið
við tækinu til að tryggja örugga og umhverfisvæna endurnýtingu þess.
ÞRIF OG UMÖNNUN
1. Taktu brauðristina ætíð úr sambandi við rafmagn og leyfðu henni að kólna fyrir þrif.
2. Ekki nota hreinsiefni með svarfefnum. Strjúktu ytra byrðið einfaldlega með hreinum rökum
klút og gljáfægðu það svo með mjúkum þurrum klút. Ef þú notar hreinsiefni skaltu setja
þau í klútinn, ekki beint á tækið.
3. Mylsna er fjarlægð með því að taka mylsnubakkann út og tæma hann. Strjúktu vel af
bakkanum og settu hann í tækið á ný. Ekki má nota brauðristina nema mylsnubakkinn sé
á sínum stað.
4. Ef brauðbitar festast í brauðristinni skaltu snúa henni á hvolf og hrista gætilega. Aldrei má
stinga hönd eða beittu verkfæri inn í tækið. Þá getur það orðið fyrir skemmdum og orðið
hættulegt.
5. Aldrei má vefja rafmagnsleiðslunni utan um tækið. Festu hana með klömpunum neðan á
brauðristinni.