24
25
CPS2012V
IS
LÝSING Á VÖRUHLUTUNUM
1. LOK
2. SKÁL
3. STÖÐ
4. AFLROFI (ON/OFF)
5. GÚMMÍSÖKKULL
FYRIR NOTKUN
• Hreinsaðu skálina og blaðið í heitu vatni áður en þú notar þau í fyrsta skipti.
• Vertu viss um (fyrir hverja einustu notkun) að kartöfluskálin sé staðsett á hreinum,
þurrum fleti og hún standi stöðug á gúmmísökklinum.
• Vertu viss um að slökkt sé á tækinu áður en þú tengir klóna við vegginnstunguna.
• Settu skálina rétt á stöðina og settu blaðið á skaftið (vertu viss um að bæði skálin og
blaðið séu rétt miðjusett).
NOTKUN KARTÖFLUSKRÆLARANS
1. Vertu viss um að aflrofinn sé stilltur á OFF.
2. Vertu viss um að allir hlutir séu rétt settir í (ef þeir eru það ekki þá mun tækið ekki
virka).
3. Fylltu ílátið með 450 ml af vatni eða upp að merktri línu „Fill“ og fylltu þar eftir með
kartöflum þangað til blaðið er hulið (aldrei meira en 1 kg). Vertu viss um að lokið sé
almennilega lokað.
4. Settu aflrofann á ON stöðuna til að setja tækið í gang (það mun byrja að titra en verður
stöðugt þökk sé gúmmisökklinum).
5. Það tekur um það bil 2 mínútur fyrir kartöfluskrælarann að skræla kartöflurnar
(þú getur séð gegnum lokið hvernig framvindan er). Það getur tekið svolítið lengri
tíma til að skræla kartöflur sem eru óreglulegar í lögun, en þú skalt ekki keyra
kartöfluskrælarann lengur í senn en 4 mínútur. Þegar kartöflurnar eru að fullu
skrældar geturðu slökkt á kartöfluskrælaranum með aflrofanum (OFF), aftengdu
rafmagnssnúruna, fjarlægðu lokið og taktu kartöflurnar úr.
6. Þvoðu kartöflurnar í kranavatni og fjarlægðu afgangshýði ef það er til staðar með hnífi
eða handvirkum kartöfluflysjara.