56
57
© 2021, Elon Group AB. All rights reserved.
MIKILVÆGAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
1. Ef jarðtengda rafmagnssnúran er notuð rangt er hætta á raflosti. Sé
rafmagnssnúran skemmd skal viðurkennt þjónustuver skipta um hana,
2. Gakktu úr skugga um að kælirinn sé rétt jarðtengdur. Rafmagnsklóin á
rafmagnssnúru kælisins er jarðtengd og passar í jarðtengda vegginnstungu
(til þess að halda hættu á raflosti í lágmarki).
3. Undir engum kringumstæðum má klippa jarðtenginguna af eða fjarlægja
hana.
4. Koma þarf rafmagnssnúrunni vel fyrir að baki kælinum þannig að hangi
hvorki né sé óvarin til þess að hrinda meiðsli á fólki.
5. Ekki toga í rafmagnssnúruna þegar þú aftengir kælinn frá rafmagni. Haltu
þétt í klóna og togaðu hana beint út úr innstungunni.
6. Dragðu úr hættu á íkveikju með því að skipta út öryggjum með nýjum
sömu gerðar.
7. Aðeins frístandandi uppsetning.
8. Ekki nota framlengingarsnúrur.
9. Hætta! Hætta á að börn festist í tækinu. Áður en þú fargar úr sér gengnum
kæli skaltu fjarlægja hurðina en skilja hillurnar eftir svo erfitt sé fyrir börn að
klifra inn í hann.
FARÐU VARLEGA!
1. Þegar tækið lýkur líftíma sínum skal seljandinn eða sorpvinnslustöð á
staðnum annast förgun þess.
2. Hætta! Hætta á að börn festist í tækinu. Áður en þú fargar úr sér gengnum
kæli skalt fjarlægja hurðina en skilja hillurnar eftir svo erfitt sé fyrir börn að
klifra inn í hann.
3. Hafi rafmagnssnúran skemmst skal skipt um hana af framleiðanda,
þjónustufulltrúa framleiðanda eða öðrum til þess bærum einstaklingum
(skemmd rafmagnssnúra er hættuleg).
4. Ekki er ætlast til þess að þessi vínkælir sé notaður sem innbyggð eining.
5. Þessi vínkælir hentar ekki til að frysta matvæli.
6. Ekki geyma efni í tækinu sem geta skapað sprengihættu, svo sem
úðabrúsa sem innihalda eldfim drifefni.
7. VIÐVÖRUN! Gakktu úr skugga um að engar hindranir séu fyrir
loftræstiopum innan og utan á tækinu.
8. VIÐVÖRUN! Ekki nota nein tæki eða aðrar leiðir til að hraða fyrir afþíðingu,
annað en það sem framleiðandinn ráðleggur að nota.
9. VIÐVÖRUN! Ekki skemma kælirásina.