9
Íslenska
Fyrir notkun
Fyrir fyrstu notkun á hefunarkörfunni:
• Bleyttu hefunarkörfuna með vatni.
• Stráðu hveiti yfir körfuna.
• Snúðu körfunni á hvolf og hristu varlega
umframhveiti úr henni og leyfðu henni að
þorna.
Nota
Stráðu hveiti yfir hefunarkörfuna fyrir hverja
notkun, gættu þess að hveitið þeki alla körfuna og
fari í allar raufar. Snúðu körfunni og hristu varlega
úr henni umframhveiti.
Þú gætir þurft að nota aukahveiti í fyrsta skiptið
sem þú notar hefunarkörfuna til að koma í veg
fyrir að deigið festist við hana. Það getur tekið
allt að þrjú skipti fyrir hefunarkörfuna að virka á
ákjósanlegan hátt.
Settu deigið í hefunarkörfuna og leggðu
meðfylgjandi klút yfir hana. Þegar deigið er búið
að hefast skaltu setja brauðið á bökunarplötuna og
inn í ofn.
Þrif og geymsla
Leyfðu körfunni að þorna.
Burstaðu og bankaðu létt á körfuna eftir hverja
notkun til að fjarlægja deig sem gæti hafa orðið
eftir.
Þvoðu hefunarkörfuna upp í höndunum með köldu
vatni 1-2 sinnum á ári, eða eftir þörfum. Ekki nota
hreinsiefni.
Leyfðu hefunarkörfunni að þorna alveg áður en þú
gengur frá henni, á þurran, vel loftræstan stað til að
koma í veg fyrir myglu.
Þegar búið er að þrífa hefunarkörfuna skaltu
meðhöndla hana eins og fyrir fyrstu notkun.
Áríðandi
Ekki má setja hefunarkörfuna í ofn.
Summary of Contents for 104.801.36
Page 1: ...J SNING...
Page 3: ...Sloven ina 29 T rk e 30 31...
Page 26: ...26...
Page 27: ...27 1 2...
Page 31: ...31 nemli Ekmek ekillendirici sepeti f r nda kullanmay n...