Þrif
— Þvoið, skolið og þurrkið vandlega áður
en eldunarílátin eru notuð í fyrsta
skipti.
— Pottarnir og pönnurnar mega fara í
uppþvottavél. Steikarpönnuna ætti að
þvo í höndunum. Til að koma í veg fyrir
kalkbletti vegna vatns, þurrkið alltaf
eftir þrif. Bletti er hægt að fjarlægja
með með blöndu af volgu vatni og ediki.
Setjið ekki salt út í vatn fyrr en það
sýður, til að koma í veg fyrir saltbletti.
— Notið ekki stálull eða nokkuð sem getur
rispað yfirborðið.
— Botninn er dálítið íhvolfur þegar hann
er kaldur en þenst út og verður sléttur
þegar hann hitnar. Látið eldunarílátið
alltaf kólna áður en það er þvegið.
Þannig nær botninn aftur upprunalegri
lögun sinni og það kemur í veg fyrir að
hann verði ójafn af notkuninni.
Gott að vita
— Þetta eldunarílát hentar til notkunar á
öllum gerðum af helluborðum og ofnum.
— Það er með Teflon®Professional
viðloðunarfrírri húð. Það þýðir að hægt
er að elda mat með lítilli eða engri fitu.
— Notið aðeins viðar- eða plastáhöld án
hvassra brúna.
— Það er eingöngu ætlað til að elda mat,
ekki geyma. Matur sem geymdur er í
eldunarílátinu til lengri tíma getur haft
áhrif á yfirborð þess og bragðast eins
og málmur.
— Notið eldunarílátið á hellu sem er
jafnstór eða minni að þvermáli til að
spara orku.
Hafið í huga að handföngin hitna við notkun
á hellu. Notið ávallt pottaleppa þegar
eldunarílátið er fjarlægt.
Þurrkið eldunarílátið aldrei með því að
hita það á hellu því botninn skekkist og
viðloðunarfría húðin tapar eiginleikum
sínum við ofhitnun.
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum með
vöruna hafðu samband við IKEA verslun/
þjónustufulltrúa eða kíktu á www.ikea.is.
ÍSLENSKA
9