69
Öryggisupplýsingar
ÍSLENSKA
Áður en tækið er notað skal lesa
upplýsingar um öryggi. Geymið þær til að
geta leitað í þær síðar meir.
Í þessum leiðbeiningum og á tækinu
sjálfu eru mikilvægar öryggisaðvaranir
sem notandi þarf að lesa og fara eftir í
hvívetna. Framleiðandi afsalar sér allri
ábyrgð vegna vanrækslu á því að fara eftir
þessum öryggisleiðbeiningum, óviðeigandi
notkunar tækisins eða rangra stillinga á
stjórnbúnaði.
Halda skal mjög ungum börnum (0-3
ára) fjarri tækinu. Ungum börnum (3-8 ára)
ætti að halda frá tækinu nema stöðugt
sé fylgst með þeim. Börn sem eru 8 ára
eða eldri og einstaklingar með minnkaða
líkamlega, skynjunarlega eða andlega
getu eða skort á reynslu og þekkingu
mega aðeins nota þetta tæki undir eftirliti
eða eftir að hafa fengið leiðbeiningar um
örugga notkun og skilja hætturnar sem því
fylgja. Börn mega ekki leika sér að tækinu.
Börn meiga ekki framkvæma hreinsun
og notendaviðhald án eftirlits. Börn á
aldrinum 3 til 8 ára mega setja í og taka úr
tækinu.
LEYFILEG NOTKUN
VARÚÐ: Tækið er ekki ætlað
til notkunar með utanaðkomandi
gangsetningarbúnaði, svo sem tímastilli
eða aðskildu fjarstýringarkerfi.
Þetta tæki er ætlað til notkunar á
heimilum og á svipuðum stöðum, svo
sem: í eldhúsi starfsfólks í verslunum,
á skrifstofum og öðrum vinnustöðum;
á sveitabæjum; af hálfu viðskiptavina á
hótelum, vegahótelum, gistiheimilum og
öðrum dvalarstöðum.
Þetta tæki er ekki ætlað til notkunar í
iðnaði. Notið tækið ekki utandyra.
Ljósaperan sem notuð er í tækinu er
sérstaklega hönnuð fyrir heimilistæki og
hentar ekki sem herbergislýsing innan
heimilisins (reglugerð EB nr. 244/2009).
Tækið er hannað til notkunar á
stöðum þar sem umhverfishitastig er
innan neðangreindra marka samkvæmt
loftslagsflokki sem gefinn er upp á
merkiplötunni. Vera má að tækið virki ekki
rétt ef það er skilið eftir í langan tíma við
hita sem fer umfram tilgreind mörk.
Loftslagsflokkar umhverfishitastigs:
SN: Frá 10 °C til 32 °C;
N: Frá 16 °C til 32 °C;
ST: Frá 16 °C til 38 °C;
T: Frá 16 °C til 43 °C;
Þetta tæki inniheldur ekki
klórflúorkolefni.
Kælirásin inniheldur R600a
(vetniskolefni).
Tæki með ísóbútan (R600a):
ísóbútan er náttúrleg gastegund sem
hefur ekki áhrif á umhverfið en er
eldfim. Þess vegna skal tryggja að rör
kælirásarinnar séu ekki skemmd,
sérstaklega þegar kælirásin er tæmd.
VIÐVÖRUN: Skemmið ekki rör kælirásar
tækisins.
VIÐVÖRUN: Haldið loftræstiraufum
utan á tækinu eða í innbyggðum hlutum
þess lausum við hindranir.
VIÐVÖRUN: Notið ekki vélar, raftæki
eða íðefni önnur en þau sem ráðlögð eru
af framleiðanda til að flýta fyrir affrystingu.
VIÐVÖRUN: Klakavélar og/eða
vatnsskammtara sem eru ekki tengdir við
vatnsveitu þarf að fylla með drykkjarhæfu
vatni eingöngu.
VIÐVÖRUN: Sjálfvirkar klakavélar
og/eða vatnsskammtara skal tengja
við vatnsveitu með drykkjarhæfu vatni
einungis og þrýstingurinn á að vera á milli
0,17 og 0,81 MPa (1,7 og 8,1 bör).
Geymið ekki sprengifim efni s.s.
úðabrúsa og setjið ekki eða notið eldsneyti
eða önnur eldfim efni í eða nærri tækinu.
Gleypið ekki innihald (óeitrað)
klakapakkanna (fylgir með sumum
gerðum). Borðið ekki klaka eða íspinna
strax eftir að hafa tekið þá úr frystinum
þar sem þeir geta valdið frostbiti.
Fyrir tæki sem eru hönnuð með loftsíu
innan í hlíf aðgengilegrar viftu skal sían
ávallt vera á sínum stað þegar tækið er í
gangi.
Geymið ekki glerílát með vökvum í
frystihólfinu þar sem þau gætu sprungið.
Hyljið ekki viftuna (ef til staðar) með
matvælum. Athugið að hurð frystisins
lokist rétt eftir að maturinn hefur verið
settur inn.
Skipta skal um skemmd þétti eins fljótt
og auðið er.
Summary of Contents for FULLGORA
Page 2: ......
Page 9: ...9 0 3 3 8 8 3 8 2009 244 EC 32 10 SN 32 16 N 38 16 ST 43 16 T R600a HC R600a 0 81 0 17 8 1 1 7...
Page 10: ...10 C 1 3 4 6 8 12 48 5 50 50...
Page 11: ...11...
Page 15: ...15 C 4 1 3 4 6 8 12 2 48 5...
Page 16: ...16 50 mm 50 mm...
Page 55: ...55 C 4 1 3 4 6 8 12 2 48 5...
Page 56: ...56 50 mm 50 mm...
Page 119: ...119 3 3 8 8 3 8 244 2009 SN 10 C 32 C N 16 C 32 C ST 16 C 38 C T 16 C 43 C CFC R600a HC R600a...
Page 120: ...120 0 17 0 81 1 7 8 1 4 a oo pa e 1 3 4 o oe ac o 6 8 12 2 48 5...
Page 121: ...121 50 50...
Page 145: ...145 4 1 3 4 ac o ap ap 6 8 12 2 48 5...
Page 146: ...146 50 50...
Page 150: ......
Page 151: ......
Page 152: ...400011496587 Inter IKEA Systems B V 2019 50047 AA 2262317 1...