Þrif
Þvoið vöruna í höndunum og þurrkið
vandlega áður en hún er notuð í fyrsta
skipti. Þvoið vöruna alltaf í höndunum eftir
notkun. Notið ekki stálull eða annað sem
getur rispað yfirborðið. Botninn er örlítið
íhvolfur þegar hann er kaldur en hann
þenst út og verður sléttur þegar hann er
hitaður. Látið vöruna alltaf kólna áður en
hún er þrifin. Þannig nær botninn fyrri
lögun sinni og það kemur í veg fyrir að
hann verði ójafn með notkun. Látið vöruna
hvorki liggja í bleyti eða raka í lengri tíma.
Það getur valdið því að viðarhandföngin
klofna. Bera þarf olíu, sem má komast í
snertingu við matvæli á handföngin, t.d.
hvítolíu eða jurtaolíu, til að vernda þau
gegn fitu og til að auka náttúrulegt viðnám
þeirra gegn raka. Berið eina umferð af olíu
á þau, þurrkið umframolíu af og endurtakið
sólarhring síðar.
Gott að vita
— Þessi pottur hentar á allar gerðir af
helluborðum.
— Hann er hannaður sérstaklega til að elda
mat í, ekki til geymslu á matvælum.
Matur sem geymdur er í pottinum í
lengri tíma getur haft áhrif á yfirborð
hans og smitast af álbragði.
— Notið pottinn á hellu sem er jafnstór eða
minni að þvermáli til að spara orku.
— Hafið í huga að handföngin hitna þegar
potturinn er í notkun. Notið álvallt
pottaleppa til að færa pottinn eða lyfta
lokinu.
— Lyftið pottinum alltaf til að færa hann
á keramikhelluborði til að rispa ekki
ÍSLENSKA
14