9
Íslenska
Mikilvægt!
Þyngdarteppið er ætlað börnum 12 ára og eldri, vegna
þyngdar og stærðar teppisins.
Ef þú þjáist af einum eða fleirum af eftirfarandi kvillum
skaltu ráðfæra þig við lækni fyrir fyrstu notkun:
• Öndunarvanda, til dæmis kæfisvefn
• Hjartavanda
• Flogaveiki
• Ofstælingu (hypertonia)
• Húðvanda, meðal annars ofnæmi
• Blóðrásarvanda
Á meðgöngu skaltu ráðfæra þig við ljósmóður eða
lækni.
Mikilvægt!
Til að barn geti notað þyngdarteppi verður það að
geta náð því af sér sjálft.
Höfuð og háls barnsins verða að vera óheft allan
tímann.
Gott að vita
Veldu þyngdarteppi sem vegur um 10-15% af
líkamsþyngd þinni fyrir ákjósanleg áhrif.
Mælt með fyrir 12 ára börn og eldri.
Ekki nota þyngdarteppið ef það er skemmt.
Líkt og með nýjar dýnur þá getur tekið tíma fyrir
líkama þinn að venjast þyngdarteppinu. Við mælum
með að þú byrjir á því að nota teppið í stutta stund
á hverju kvöldi og svo lengur eftir því sem líkaminn
venst því.
Leiðarvísir
Þyngd á teppi
Líkamsþyngd
6 kg
(13.2 lbs)
40-60 kg
(88.2-132.3 lbs)
8 kg
(17.6 lbs)
53-80 kg
(116.9-176.4 lbs)
10 kg
(22 lbs)
67-100 kg
(147.7-220.5 lbs)
Notkunarleiðbeiningar
Þyngdarteppi getur komið í stað sængur. Gættu
þess að teppið hylji ekki höfuðið. Teppið leggst fast
að líkamanum. Þú getur notað þyngdarteppið fyrir
afslöppun, til að auðvelda þér að ná þér niður og
sofna og síðan fjarlægt það um nóttina. Þú getur
einnig notað það þar til þar til þú vaknar. Þrýstingurinn
gæti bætt gæði svefnsins miðað við þegar þú notar
venjulega sæng, og gæti hjálpað til með svefnleysi. Til
að lengja endingartíma mælum við með að þú notir
sængurver með vörunni.
Umhirða
Þyngdarteppið má handþvo, en ekki fara þvottavél.
Rykmaurar dafna í raka, hlýju og myrkri. Því mælum
við með að þú loftir um sængina þína á hverjum
morgni svo að raki sem er eftir í henni gufi upp áður
en þú setur hana á rúmið. Við mælum einnig með að
þú hengir reglulega upp þyndarteppið utandyra, til
að það lofti vel um það, það haldist þurrt, ferskt og án
ryks á milli þvotta.
Summary of Contents for ODONVIDE
Page 1: ...ODONVIDE ...
Page 2: ......