ÍSLENSKA
49
Hve lengi gildir IKEA ábyrgðin?
Ábyrgðin gildir í fimm (5) ár frá þeim degi sem kaupin á tækinu
eru gerð hjá IKEA. Upprunalegrar sölukvittunar er krafist til
staðfestingar á kaupum. Ef unnin eru þjónustuverk sem falla
undir ábyrgðina framlengir það ekki ábyrgðartíma tækisins.
Hver mun framkvæma þjónustuna?
IKEA þjónustuaðili mun veita þjónustu í eigin þjónustuaðstöðu
eða í gegnum viðurkennt kerfi þjónustuaðila.
Hvað fellur undir þessa ábyrgð?
Ábyrgðin nær yfir bilun á tæki sem til komin er vegna galla í
samsetningu eða efnisgalla sem koma fram eftir kaupdag frá
IKEA. Ábyrgðin gildir einungis ef um heimilisnotkun er að ræða.
Undantekningar eru tilgreindar undir kaflanum „Hvað fellur
ekki undir þessa IKEA ábyrgð?" Innan þess tíma sem ábyrgðin
tekur til fellur allur kostnaður, s.s. viðgerðir, varahlutir, vinnu-
og ferðakostnaður á þjónustuaðilann, að því tilskildu að tækið
sé aðgengilegt til viðgerðar án sérstakra útgjalda. Um þessa
skilmála gilda viðmiðunarreglur Evrópusambandsins (Nr. 99/44/
ESB) svo og staðbundnar reglur. Allir hlutir sem teknir eru úr
tækjum og skipt er um eru eign IKEA.
Hvað gerir IKEA til að bæta úr vandamálinu?
Þjónustuaðili á vegum IKEA skoðar tækið og ákvarðar hvort það
fellur undir ákvæði ábyrgðarinnar. Ef það fellur undir ákvæði
hennar mun þjónustuaðili á vegum IKEA, eða viðurkenndur
samstarfsaðili hans, samkvæmt ákvörðun hans eingöngu, sinna
viðgerð eða skipta tækinu út með samskonar eða svipaðri vöru.
Hvað fellur ekki undir þessa IKEA ábyrgð?
• Eðlilegt slit vegna notkunar.
• Skemmdir sem eru af völdum ásetnings eða hirðuleysis,
skemmdir sem verða vegna þess að ekki er farið eftir
notkunarleiðbeiningum, skemmdir vegna rangrar
uppsetningar eða tengingar við ranga spennu, skemmdir
vegna rafefnafræðilegra efnahvarfa, ryðs, tæringar,
vatnsskemmda svo sem ofmettunar kalks í vatni en takmarkast
ekki þar við svo og skemmdir vegna óeðlilegra umhverfisáhrifa.
• Rekstrarvörur svo sem rafhlöður og perur.
• Aukahlutir og skrautmunir sem hafa ekki áhrif á eðlilega
notkun tækisins svo og rispur og hugsanlegur litamismunur.
• Óhöpp sem verða vegna aðskotahluta eða efna sem notuð eru
við hreinsun og losun á stíflum úr síum, frárennsliskerfum eða
sápuskúffum.
• Skemmdir á eftirfarandi hlutum: postulíni, aukahlutum,
leirvöru- og hnífaparakörfum, að- og frárennslisrörum,
þéttingum, perum og Ijósakúplum, skermum, höldum, hlífum
og hlutum af hlífum. Þetta á við nema hægt sé að sanna að
þessar skemmdir séu vegna framleiðslugalla.
• Tilfelli þar sem enginn galli finnst meðan á heimsókn
tæknimanns stendur.
• Viðgerðir sem ekki eru framkvæmdar af tilnefndum
þjónustuaðilum og/eða viðurkenndum samningsbundnum
þjónustuaðila eða ef upprunalegir varahlutir hafa ekki verið
notaðir.
• Viðgerðir sem framkvæmdar eru vegna rangrar ísetningar eða
samrýmist ekki tæknilýsingu.
• Notkun tækis utan heimilis, t.d. í atvinnuskyni.
• Skemmdir í flutningi. Ef viðskiptavinur flytur vöruna heim
til sín eða á annað heimilisfang, er IKEA ekki ábyrgt fyrir
neins konar skemmdum sem geta orðið á meðan á flutningi
stendur. Ef IKEA afhendir vöruna hins vegar á heimilisfang
viðskiptavinarins mun IKEA bæta skemmdir sem hafa orðið á
meðan á afhendingu vörunnar stóð.
• Kostnaður vegna fyrstu uppsetningar IKEA tækisins.
• Hins vegar, ef þjónustuaðili IKEA eða löggiltur
samningsþjónustuaðili gerir við eða skiptir um tækið á meðan
á ábyrgðartímanum stóð, mun þjónustuaðili eða löggiltur
samningsþjónustuaðili setja tækið aftur upp sem gert var við
eða uppsetja endurnýtt tækið, ef þarf.
Þessar takmarkanir eiga þó ekki við um gallalaust verk sem unnið
er af þjálfuðum sérfræðingi sem notar upprunalega varahluti frá
okkur til að aðlaga tækið að tæknilýsingu annars ESB-ríkis.
Beiting landslaga
IKEA ábyrgðin veitir kaupanda lögbundinn rétt sem nær til allra
krafna samkvæmt í landslögum eða gengur lengra en þau. Þessir
skilmálar takmarka þó ekki á neinn hátt rétt neytandans sem
kveðið er á um í landslögum.
Gildissvæði
Vegna tækja sem keypt eru í einu ESB-landi og flutt yfir í annað
ESB-land verður þjónusta veitt í samræmi við ábyrgðarskilyrði
sem teljast eðlileg í nýja landinu.
Skuldbinding til að veita þjónustu innan ramma ábyrgðarinnar er
aðeins fyrir hendi ef tækið samrýmist og er sett upp samkvæmt:
- tæknilýsingu landsins þar sem ábyrgðarkrafan er sett fram;
- leiðbeiningum um samsetningu og öryggishandbók tækisins.
Tileinkað EFTIR SÖLU fyrir IKEA tæki
Vinsamlegast hafið samband við ákveðinn þjónustuaðila IKEA til
að:
• gera kröfu á þessa ábyrgð;
• biðja um nánari útskýringar á uppsetningu á IKEA tækinu í
viðkomandi IKEA eldhúsinnréttingu;
• biðja um nánari útskýringu á virkni IKEA tækjanna.
Til að tryggja bestu mögulegu þjónustu þarf að lesa þessar
leiðbeiningar um samsetningu og/eða notendahandbókina áður
en haft er samband við þjónustuaðilann.
Hvernig er haft samband við okkur ef þjónusta er nauðsynleg
Á síðustu síðu þessarar
handbókar er heildarlisti yfir
alla viðurkennda þjónustuaðila
IKEA og símanúmer þeirra
hvers í sínu landi.
Til að veita sem skjótasta þjónustu mælum við með því
að nota sérstök símanúmer sem tiltekin eru í þessari
handbók. Notið alltaf þau númer sem vísað er til í
sérstökum notendaleiðbeiningum fyrir það tæki sem
aðstoð er þörf fyrir.
Einnig þarf alltaf að vísa til IKEA hlutarnúmersins
(8-stafa talnakóða) og 12-stafa þjónustunúmers sem er á
merkiplötu tækisins.
GEYMIÐ SÖLUKVITTUNINA!
Hún er sönnun fyrir kaupunum og er nauðsynleg þegar sótt
er um ábyrgð. Sölukvittunin gefur einnig upp IKEA heiti og
hlutarnúmer vörunnar (8-stafa talnakóða) fyrir hvert tæki
sem þið hafið keypt.
Er þörf á frekari aðstoð?
Hafið samband við næstu IKEA verslun eða hringið í þjónustuver
ef þið hafið fleiri spurningar sem tengjast ekki eftirþjónustu tækja
ykkar. Við mælum með því að þið lesið gögnin sem fylgja tækinu
vandlega áður en haft er samband við okkur.
IKEA ÁBYRGÐ