37575-01I
I 51
Notkunarleiðbeiningar fyrir Blom‑Singer(R) ísetningarkerfi með hlauphylki
Eftirfarandi leiðbeiningar um hvernig hlaða skal talventlinum í hlauphylkið koma frá Eric D. Blom, Ph.D.
Gætið þess að hreinsa ávallt vandlega ísetningarkerfi með hlauphylki og talventla, og þvo hendur
vandlega, til að forðast sýkingar. Ráðlagt er að nota hanska. Gangið úr skugga um að hendur þínar,
endi talventilsins, hleðslutæki fyrir hlauphylki og þrýstistöngin séu alveg þurr áður en hafist er
handa við eftirfarandi ferli. Að öðrum kosti er hætta á að hlauphylkið leysist of fljótt upp.
Áður en hafist er handa við eftirfarandi ferli skal taka úr settinu þá hluti sem passa fyrir viðkomandi
talventil, t.d. þegar um er að ræða 16 Fr. talventil skal nota 16 Fr. hlauphylki og 16 Fr. þrýstistöng.
1. Setjið hálsól talventilsins (skýringarmynd 2c) í gat af réttri stærð á tvöfalda hleðslutækinu fyrir
hlauphylki, þeim megin sem merkt er „top“ (upp) (skýringarmynd 3). Talventill sem er 16 Fr. að
þvermáli passar í 16 Fr.
sexhyrnda
gatið og talventill sem er 20 Fr. að þvermáli passar í 20 Fr.
kringlótta
gatið.
2. Haldið um hálsólina og togið talventilinn varlega niður og gegnum gatið (skýringarmynd 4) þar til
vélindakraginn er yfir gatinu (skýringarmynd 5).
3. Haldið um meginhluta talventilsins þar sem hálsólin byrjar (skýringarmynd 2b) og togið hægt
og varlega í talventilinn (skýringarmynd 6) þar til vélindakragi talventilsins beygist fram á við inni í
gatinu (skýringarmynd 7). Þegar hér er komið má ekki toga meira í talventilinn. Ef togað er of mikið í
talventilinn þannig að hann losni úr hleðslutæki hlauphylkisins skal fara aftur í skref 1.
4. Takið 16 Fr. eða 20 Fr. hlauphylki, þ.e.a.s. hlauphylki af réttri stærð fyrir viðkomandi talventil, úr
ílátinu. Fargið lengri enda hylkisins (skýringarmynd 8). Setjið opna enda hlauphylkisins í gatið á
hleðslutækinu þar sem samanbrotni kragi talventilsins er (skýringarmynd 9). Hlauphylkið á að passa
í raufina og hylja enda talventilsins. Gangið úr skugga um að hlauphylkið sé örugglega fast á réttum
stað.
5. Setjið þrýstistöng af réttri stærð alla leið inn í miðju talventilsins, þar sem hálsólin byrjar. Setjið
fingur á enda hlauphylkisins til að halda því á sínum stað, um leið og ýtt er á botn talventilsins
(skýringarmynd 10). Ýtið varlega þar til samanbrotinn vélindakraginn er alveg inni í hlauphylkinu.
6. Takið fingurinn af hlauphylkinu og ýtið varlega með þrýstistönginni í sömu átt og sýnt er með
örinni á skýringarmynd 11.
7. Ýtið áfram á talventilinn þar til hann er alveg kominn út úr hleðslutæki hlauphylkisins
(skýringarmynd 12). Haldið um talventilinn þar sem hálsólin byrjar og fjarlægið þrýstistöngina
úr talventlinum. Nú hefur talventlinum verið hlaðið að fullu í hlauphylkið og koma má
honum fyrir með hefðbundnum hætti. Nánari upplýsingar um ísetningu talventils má finna í
notkunarleiðbeiningum hans.
LEIÐBEININGAR UM ÞRIF OG UMHIRÐU
Þvoið tvöfalda hleðslutækið fyrir hlauphylki og þrýstistöngina vandlega með mildu hreinsiefni
og skolið með vatni. Þurrkið tækin með grisju eða lófríum klút. Notið aldrei andlitsklúta eða
salernispappír til að þurrka tvöfalda hleðslutækið fyrir hlauphylki, ísetningartækið eða talventilinn,
þar sem hætta er á að ló eða efnisagnir berist í öndunarveg við ísetningu talventilsins. Þegar
tvöfalda hleðslutækið fyrir hlauphylki og þrýstistöngin hafa verið þrifin og þurrkuð vandlega má
geyma þessa íhluti í hreinum og endurlokanlegum plastpoka.
SÉRSTÖK SKILYRÐI VIÐ GEYMSLU OG/EÐA MEÐHÖNDLUN
Sérstök skilyrði við geymslu og/eða meðhöndlun
gilda aðeins um hlauphylkin sjálf. Þau skal
geyma á þurrum stað
og
fjarri beinu sólarljósi.
LEIÐBEININGAR FYRIR FÖRGUN
Þessi vara er ekki lífbrjótanleg og skal teljast menguð að notkun lokinni. Fargið tækinu með réttum
hætti samkvæmt staðbundnum reglum.