111
Íslenska
• Haldið efnarafalnum, og verkfærum sem efnarafall
hefur verið settur í, fjarri beinu sólarljósi. Forðist
að geyma efnarafala við hitastig sem er yfir 49 °C.
Ofhitnun í efnarafal getur leitt til sprengingar eða
eldsvoða.
• Meðhöndlið efnarafala af fyllstu varkárni og gætið
að skemmdum. Skemmdir efnarafalar geta sprungið
og valdið slysum á fólki.
Viðvaranir fyrir hleðslutæki og rafhlöðu
•
Endurhlaðið rafhlöðuna aðeins með hleðslutæki
sem Kyocera Unimerco Fastening mælir með.
Hleðslutæki sem hentar einni gerð rafhlöðupakka
kann að valda hættu á eldsvoða ef það er notað
fyrir aðra gerð rafhlöðupakka.
• Hleðslutækið verður að henta gerð úttaksins. Aldrei
má gera neinar breytingar á tenginu. Hægt er að
draga úr hættu á raflosti með því að nota óbreytt
tengi og tengla sem samsvara tengjunum
• Forðist líkamlega snertingu við jarðtengda fleti, svo
sem lagnir, ofna og ísskápa, þegar unnið er með
rafknúin tæki. Ef líkami notanda er jarðtengdur
myndast aukin hætta á raflosti.
• Haldið rafhlöðunni og hleðslutækinu frá regni, snjó
eða bleytu og sökkvið rafhlöðunni og hleðslutækinu
aldrei í vatn eða aðra vökva, þar sem það eykur
hættu á raflosti.
• Forðist slæma meðferð á rafmagnssnúrunni. Notið
rafmagnssnúruna aldrei til að bera verkfærið,
draga það eða taka verkfærið úr sambandi. Haldið
snúrunni fjarri hita, olíu, hvössum brúnum eða
hreyfanlegum hlutum. Notið ekki hleðslutækið ef
snúran er skemmd eða ef hleðslutækið er bilað.
Skemmdar eða flæktar snúrur auka hættuna á
raflosti.
•
Notið rafhlöðuna ekki í sprengifimu andrúmslofti.
Þetta raftæki er ekki ætlað til notkunar í slíku
umhverfi.
• Hlaðið rafhlöðuhylkið við umhverfishita sem er frá
0 °C til 49 °C. Hlaðið ekki rafhlöðuna utandyra eða
við hitastig sem er undir 0 °C. Ef rafhlaðan er heit
skal láta hana kólna áður en hún er hlaðin á ný.
•
Gatið ekki hleðslutækið eða rafhlöðuhylkið eða
reynið að opna þau.
•
Þekið ekki hleðslutækið með neinum hætti.
•
Notið ekki straumbreyti eða vélarrafal sem er þrepi
ofar sem aflgjafa fyrir hleðslutækið.
•
Endurhlaðið ekki rafhlöður sem ekki eru
hleðslurafhlöður.
•
Á meðan hleðsla stendur yfir verður hleðslutækið að
vera staðsett á vel loftræstu svæði.
•
Þegar rafhlöðupakkinn er ekki í notkun skal halda
honum fjarri vökvum og málmhlutum, svo sem
pappírsklemmum, smámynt, lyklum, nöglum,
skrúfum eða öðrum smáhlutum úr málmi, sem
hugsanlega gætu myndað tengingu frá einu
rafskauti til annars. Skammhlaup í rafhlöðuskautum
getur orsakað bruna eða eldsvoða.
• Endurvinnið rafhlöðuna og hleðslutækið í samræmi
við staðbundin lög. Brennið ekki rafhlöðuna/
hleðslutækið og reynið ekki að gata eða kremja
rafhlöðuna/hleðslutækið.
• Haldið rafhlöðunni, og verkfærum sem rafhlaða
hefur verið sett í, fjarri beinu sólarljósi. Forðist að
geyma eða nota rafhlöðuna eða verkfæri með
rafhlöðu við hærri hita en 49 °C. Ofhitnun í rafhlöðu
getur leitt til sprengingar eða eldsvoða.
Hleðslutæki rafhlöðu
Heildarhleðslutími
Ein og hálf klukkustund
Skot á hverri hleðslu
8.000 skot
90 mín.
8.000 skot
30 mín.
6.500 skot
2 mín.
200 skot
Vinnuhitastig
0 °C til 49 °C
Geymsluhiti
–20 °C til 85 °C
Loftraki, engin þétting
0–95% HR (hlutfallslegur raki)
Fyrirsjáanlegar hættur
• Mikilvægt er að afla upplýsinga um hvernig
framkvæma á hættumat varðandi þessa
áhættuþætti og innleiða viðeigandi eftirlitsaðgerðir.
• Við notkun er hugsanlegt að laust efni úr stykkinu
sem unnið er við og úr neglingarbúnaðinum spýtist
frá.
• Ef verkfærið er notað lengi í senn kann notandinn
að finna fyrir óþægindum í handleggjum, herðum,
hálsi eða öðrum hlutum líkamans.
• Titringur getur valdið alvarlegum skaða á taugum og
blóðflæði í höndum og handleggjum.
Summary of Contents for TJEP GRF 34/90 GAS 3G
Page 2: ...www tjep eu...
Page 4: ...2 2 3 6 6 7 7 7 7 8 8 8 9 9 9 9 LED 9 10 10 11 TJEP...
Page 5: ...3 CE CE CE...
Page 6: ...4 49 C 120 F...
Page 7: ...5 Kyocera Unimerco Fastening Kyocera Unimerco Fastening...
Page 10: ...8 3...
Page 11: ...9 1000 4000 2 Phillips TJEP TJEP ST 15 50 GAS 2 TJEP ST 15 50 GAS LED 2 1 LED LED LED...
Page 80: ...78 78 79 82 82 83 83 84 84 84 84 84 85 85 85 85 LED 85 86 86 87 TJEP...
Page 81: ...79 CE CE CE...
Page 82: ...80 49 C 120 F...
Page 83: ...81 Kyocera Unimerco Fastening Kyocera Unimerco Fastening...
Page 86: ...84 3...
Page 87: ...85 1 000 4 000 2 TJEP TJEP ST 15 50 GAS 2 TJEP ST 15 50 GAS LED 2 1 LED LED...
Page 243: ...www tjep eu EXPLORE OUR WEBSITE FOR MORE INFORMATION...