- 41 -
Inngangur
Prófunartækið (MMT-7736L) er aukabúnaður sem fylgir ákveðnum Medtronic Diabetes sendum fyrir samfellda
sykurmælingu.
Ábendingar fyrir notkun
Prófunartækið er notað til að prófa sendinn. Prófunartækið er einnig notað til að mynda vatnsþétt innsigli sem ver
tengið á sendinum á meðan verið er að hreinsa sendinn.
Frábendingar
Engar þekktar.
Klínískur ávinningur
Á ekki við. Prófunartækið er aukabúnaður sem prófar sendinn og ver hann meðan á hreinsun stendur.
Öryggi notanda
Varnaðarorð
Geymið prófunartækið þar sem börn ná ekki til. Prófunartækið getur valdið köfnunarhættu sem getur orsakað
alvarleg meiðsli eða dauða.
Ekki má nota prófunartækið ef það kemst í snertingu við blóð. Snerting við blóð getur valdið sýkingu. Ef
prófunartækið kemst í snertingu við blóð skal farga því beint í ílát fyrir beitt áhöld.
Varúðarreglur
Lesið allan leiðarvísi sendisins til að koma í veg fyrir misnotkun prófunartækisins. Notkun prófunartækisins áður
en leiðarvísir sendisins er lesinn getur leitt til misnotkunar sendisins.
Áhætta og aukaverkanir
Prófunartækið getur valdið köfnunarhættu hjá börnum sem getur orsakað alvarleg meiðsli eða dauða.
Hættuleg efni
Engin.
Ofnæmisvaldar
Innri íhlutir innihalda nikkel.
Prófunartækið notað
Sjá leiðbeiningar í leiðarvísi sendisins.
Viðhald
Hreinsun
Á ekki við.
Geymsla
Geymið prófunartækið við stofuhita.
Förgun
Fargið prófunartækinu í samræmi við gildandi reglur um förgun rafeindabúnaðarúrgangs.
Enska