Genuine Accessories developed by MOBIS
VIÐVÖRUN (ICE)
−
Lesið þessar leiðbeiningar vandlega áður en búnaðurinn er notaður í fyrsta sinn.
−
Notið eingöngu þessar leiðbeiningar til að festa burðarbúnaðinn.
−
Geymið leiðbeiningarnar í ökutækinu.
−
Við mælum með því að ekki sé ekið hraðar en 130 km/klst. með farm.
−
Ef spurningar vakna skal hafa samband við söluaðila á staðnum til að fá nánari upplýsingar.
VARÚÐ (ICE)
Vinsamlegast geymið uppsetningarhandbókina ávallt með skjölum bílsins.
Takið tillit til eftirfarandi:
*Leyfileg hámarksburðarþyngd er 75 kg. Farið ekki umfram þessa þyngd. Leitið í viðauka þessara leiðbeininga og í handbók ökutækisins til að sjá hvar á að festa burðarbúnaðinn
og ákvarða leyfilega hámarksþyngd.
Gætið þess að festa farminn þannig að hann geti ekki losnað eða valdið skemmdum. Þegar verið er að festa farminn skal gæta að akstursstefnu eða hliðarhreyfingum. Þegar verið er að festa
burðarbúnaðinn skal tryggja að þyngdinni hafi verið dreift jafnt og að þyngdamiðjan sé eins lág og hægt er. Ef nauðsynlegt er að flytja litla, mjög þunga hluti skal setja þá öðrum megin á
stöngina en ekki fyrir miðju. Farmurinn má ekki skaga út fyrir ökutækið til að stofna ekki öðrum vegfarendum í hættu.
Áður en ekið er af stað skal tryggja að allar festingar séu festar samkvæmt reglugerðum. Tryggið einnig að farmurinn sé rétt festur. Stöðvið ökutækið eftir stutta stund og athugið allar festingar
skrúfa, sérstaklega festingu burðarfóta, og athugið svo í hvert sinn áður en ökutækinu er ekið.
Vera má að lakkið undir botnplötunum fölni. Til að koma í veg fyrir þetta mælum við með að ryk og óhreinindi séu hreinsuð af þakinu áður en burðarbúnaðurinn er festur. Fjarlægið
burðarbúnaðinn reglulega til að hreinsa svæðin undir botnplötunum sem hvíla á þakinu. Athugið að ökutækið gæti brugðist við á annan hátt þegar burðarbúnaður er til staðar (aukið næmi fyrir
hliðarvindi, þegar beygjur eru teknar eða við hemlun). Til að gæta að öryggi annarra vegfarenda og til að minnka loftmótstöðu skal fjarlægja burðarbúnaðinn ef hann er ekki í notkun.
Fjarlægðin á milli burðarstanganna að vera í það minnsta 700 mm (nema framleiðandi ökutækisins taki annað fram).
Ráðleggingar varðandi þitt öryggi.
MIKILVÆGT:
Þessi burðarbúnaður er sérstaklega hannaður fyrir gerð ökutækisins. Spyrjið söluaðilann um þá tegund burðarbúnaðar sem þörf er á þegar skipt er um ökutæki. Prófunarskýrslur
bílaiðnaðarins og sölutímarit hafa sýnt fram á að þegar umfangsmiklir hlutir eru fluttir (t.d. brimbretti, skíði/burðarkassar) verður þak ökutækisins fyrir mun meira álagi þar sem loftmótstaða
eykst gríðarlega. Þegar vindbretti eru flutt ætti bógurinn að vísa niður á við í akstursstefnu). Aksturseiginleikar breytast einnig og við mælum með því að hraðinn sé aðlagaður í samræmi við
það. Látið ökutækið ekki í sjálfvirkan þvott þegar burðarbúnaður er settur upp á því.
Framleiðandinn ber enga ábyrgð á meiðslum á fólki og/eða skemmdum á eigum vegna rangrar festingar burðarbúnaðarins.
ΠΡΟΕΙΔΟΠΟΙΗΣΗ
(GR)
ΣΗΜΕΙΩΣΕΙΣ ΕΠΙΣΗΜΑΝΣΗΣ
(GR)
75
P 20 / 20
P2211ADE00AL #
18.06.2020 REV04
ПРЕДУПРЕЖДЕНИЯ (RUS)
BHИMAHИE (RUS)