IS-148
IS-149
IS
IS
NC° Thermometer (Gen 2) er stafrænn hitamælir (með snertimælingu) sem
er notaður til að mæla grunnhitastig líkamans á eigin spýtur. Tækið sendir
mælingarnar yfir í Natural Cycles-appið í gegnum Bluetooth 4.0-tengingu.
Tækið er ætlað til notkunar með Natural Cycles-appinu. Ekki er hægt að
nota það með öðrum öppum.
FYRIRHUGUÐ NOTKUN
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Eingöngu má nota tækið í þeim tilgangi sem lýst er í þessum
notkunarleiðbeiningum. Framleiðandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má
til rangrar meðferðar.
Ekki missa hitamælirinn. Hann er ekki fall- né höggþolinn.
Hlífið tækinu við háum hita og beinu sólarljósi.
Önnur en ætluð notkun hitamælisins getur leitt til ónákvæmra mælinga.
Fyrir hverja mælingu skal ganga úr skugga um að oddurinn á hitamælinum
sé óskemmdur. Ef oddurinn á hitamælinum er skemmdur getur það valdið
meiðslum.
Ekki má bíta í nemann eða beygja hann mikið. Það getur valdið skemmdum
og truflunum á virkni.
Notkun tækisins nálægt farsímum, örbylgjum eða öðrum tækjum með
sterkt rafsegulsvið getur valdið bilunum. Haldið að minnsta kosti 3,3
metra fjarlægð frá slíkum tækjum meðan verið er að nota hitamælinn. Ef
ekki er hægt að halda lágmarksfjarlægð þá vinsamlegast athugið hvort
hitamælirinn virki rétt fyrir notkun.
Hitamælirinn inniheldur litla hluti sem börn gætu gleypt. Ekki leyfa
börnum að nota tækið án eftirlits.
Taka skal rafhlöðuna úr tækinu ef ekki á að nota það í lengri tíma.
Ef tækið hefur verið geymt við hitastig undir 10 °C eða yfir 40 °C skal hafa
það í herbergishita í að minnsta kosti 2 klukkustundir áður en það er notað.
Alltaf skal geyma hitamælinn í hulstrinu.
Ekki opna hylkið (nema til að skipta um rafhlöður).
LÝSING Á TÆKINU
SKJÁR
Mælieining hitastigs
Minnisstilling
Bluetooth-gagnatenging
Samstilling
Tími
Rafhlöðuvísir
Dagsetning
1
1
1
2
2
2
3
3
3
4
4
4
5
5
5
6
7
4
5
6
7
1
2
3
Gylltur oddur
Hnappur til að kveikja og
slökkva
Bluetooth-hnappur
Rafhlöðuhólf
Upplýstur skjár