86
er að kynna sér EN 1005-3 og EN 1005-4 til að fá
upplýsingar um það.
• Skrik, hrösun og fall eru allt algengar orsakir slysa á
vinnustað. Gætið vel að hálum flötum við alla notkun
verkfærisins.
• Sýnið sérstaka aðgát þegar unnið er í nýju umhverfi.
Leyndir áhættuþættir kunna að vera til staðar, svo sem
raflagnir eða aðrar veitulagnir.
• Ef nota á verkfærið í umhverfi þar sem stöðurafmagnað
ryk er til staðar er hugsanlegt að notkunin dreifi rykinu
og það getur valdið hættu. Snúið útblæstrinum (E) frá
þessum svæðum, ef slíku er við komið.
• Ef rykhætta kemur upp skal líta á það sem forgangsmál
að ná tökum á losun ryks og útblásturefna.
Notkunarleiðbeiningar
Tenging við loftþjöppuna
• Festið tengið á loftslöngunni við lofttappann á
naglabyssunni (H).
Naglar settir í eða teknir úr
•
Tengið loftþjöppuna áður en nöglunum er hlaðið í
byssuna. Ef naglarnir eru settir í áður en loftþjappan
er tengd er hætta á að naglar skjótist út fyrir slysni.
Beinið stútnum frá öllu starfsfólki og gætið þess að
hafa fingur ekki á gikknum á meðan naglarnir eru settir
í.
• Notið „tveggja þrepa“ magasín til að hlaða verkfærið
með nöglum:
· Rennið naglaborðanum inn í magasínið (I) þar til
borðinn er kominn fram hjá naglastopparanum.
· Togið í þrýstibúnaðinn þar til hann er kominn aftur
fyrir stopparann.
· Losið þrýstibúnaðinn gætilega til að hann festist
við naglaborðann og smeygið honum inn í
framhlutann.
• Naglar losaðir úr verkfæri með „tveggja þrepa“
magasíni:
· Ýtið á losunarrofann á þrýstibúnaðinum og hallið
verkfærinu til að láta naglaborðann renna yfir í
aftari hluta magasínsins.
· Ýtið á naglastopparann og látið borðann renna út.
• Notið „þriggja þrepa“ magasín til að hlaða verkfærið
með nöglum:
· Til að setja naglana í skal toga þrýstibúnaðinn
aftur á bak þar til hann læsist við magasínið að
aftan
· Rennið naglaborðanum inn í magasínið (I).
· Losið þrýstibúnaðinn gætilega til að þrýsta
nöglunum inn í stútinn
• Naglar losaðir úr verkfæri með „þriggja þrepa
magasíni“:
· Togið þrýstibúnaðinn í læsingarstöðu að aftan.
· Rennið nöglunum út úr magasíninu. (I).
• Naglar settir í magasín sem er hlaðið á hliðinni:
· Ýtið á hnappinn fyrir neðan stútinn á loftopinu (C)
til að hægt sé að draga hlífina af magasíninu (I)
aftur á bak.
· Setjið nagla í magasínið og setjið hlífina aftur á (I).
· Gangið úr skugga um að oddurinn á naglanum vísi
alltaf að botni magasínsins.
• Naglar teknir úr magasíni sem er hlaðið á hliðinni:
· Ýtið á hnappinn fyrir neðan stútinn á loftopinu (C)
· Dragið hlífina af magasíninu (I) og fjarlægið
naglana.
Stilling dýptardrifsins
• Hægt er að fá stillingu fyrir dýptardrif (A) verkfærisins.
Prófið dýptarstillinguna á afgangsstykki áður en
vinnan hefst.
• Snúið hnappinum (A) eða notið sexkantslykil til að
stilla dýptina.
• Endurtakið ferlið sem lýst er að ofan til að finna
æskilega stillingu dýptardrifs.
Verkfærinu stjórnað
• Verkfærið er búið einni gerð af eftirfarandi gikkjum (F):
Gikkur sem hleypir af stöku skoti
• Til að gangsetja festibúnaðinn skal ýta
öryggisfestingunni upp að stykkinu sem á að negla í
og toga svo í gikkinn.
• Til að gangsetja festibúnaðinn aftur þarf að sleppa
öryggisfestingunni alveg og sleppa gikknum áður en
ofangreint ferli er endurtekið.
Skot við högg
• Takið í gikkinn, ýtið öryggisfestingunni upp að
efniviðinum og skoti verður hleypt af.
• Sleppa verður öryggisfestingunni alveg og taka
fingur af gikknum til að virkja festibúnaðinn á ný og
endurtaka áðurnefnt ferli.
Stillanlegur gikkur
• Hægt er að búa verkfærið stillanlegum gikk.
Þannig er hægt að skipta á milli stakra skota og
skota með höggi. Slíkt er hægt að gera með því
að gera eitt af eftirfarandi: