5. Fyrir notkun
Gangið úr skugga um að spenna rafrásarinnar sem
nota á sé sú sama og gefin er upp í upplýsingarskilti.
Takið tækið ávallt úr sambandi við straum á meðan
að tækið er stillt.
5.1 Stilling hefildýptar (mynd 4)
Hægt er að stilla dýpt hefilsins með þar til gerðri
stilliskrúfu (1) í 0,2 mm stigum frá 0 til 2 mm.
Stilliskrúfu (1) snúið réttsælis: meiri hefildýpt
Stilliskrúfu (1) snúð rangsælis: minni hefildýpt
Eftir notkun á tækinu ætti að stilla hefildýptina á núll
þannig að hnífurinn skemmist ekki. Til þess verður að
snúa stilliskrúfunni á stöðuna „P“.
5.2 Spónasuga (mynd 5)
Hægt er að tengja meðfylgjandi spónapoka (12) við
hefilinn til þess soga burt spænir og ryk. Til þess
verður að smeygja spónapokanum (12) á
spónaútblástursrör (10) hefilsins.
Spónapokinn er festur með því að snúa honum.
Hægt er að tengja spónapokann (12) á hægra-, eða
vinstra útblástursrörið (10). Velja verður á milli
útblástursáttar (10) með þar til gerðum rofa (9).
5.3 Stýring (mynd 6)
Notið stýringuna (13) ef að hefla á langsum á kant
verkstykkisins.
Festing stýringar (mynd 6):
Festing stýringarinnar (d) er skrúfuð föst
vinstramegin á tækið með vængjaskrúfu (a).
Tengið nú festinguna (d) við raufar stýringarinnar
(13).
Stýrilistinn verður ávallt að snúa niðurávið.
Ákveðið millibilið á milli stýringar og kantar
verkstykkis.
Læsið nú stýringunni með skrúfunni (b) og
vængjaróni (c).
6. Notkun
6.1 Höfuðrofi (mynd 7)
Rafmagnshandhefillinn er útbúinn öryggisrofa til
þess að koma í veg fyrir slys og meiðsli.
Til að gangsetja hefilinn verður að þrýsta inn
læsingarrofanum (3) á meðan að höfuðrofanum
(4) er þrýst inn. Hægt er að þrýsta
læsingarrofanum (3) inn frá báðum áttum.
Losið um höfuðrofann (4) til þess að slökkva á
heflinum. Höfuðrofinn (4) fer nú sjálfkrafa í
byrjunarstöðu sína.
6.2 Notkunarábendingar
Varúð:
Einungis má leggja hefilinn að
verkstykkinu á meðan að hann er í gangi.
6.2.1 Fræst og slétt
Stillið inn réttu hefildýptina. Leggið fremri grunnflöt
hefilsins á verkstykkið og gangsetjið hefilinn. Rennið
heflinum með báðum höndum yfir verkstykkið á
meðan að fremri-, og aftari grunnflötur hefilsins liggi
þétt að verkstykkinu.
Til að slétta vel flöt verður að stilla á mjög litla
hefildýpt og hefla margsinnis yfir flötin þar til að hann
er orðin flatur og beinn.
6.2.2 Heflað á kanta (myndir 8-9)
V-rauf (a) í fremri grunnfletinum (8) gerir mögulegt að
hefla á einfaldan hátt 45° á kannt.
Leggið V-raufina á kantinn sem að hefla á og rennið
heflinum meðfram raufinni. Athugið að renna heflinum
með jöfnum hraða til þess að tryggja jafnann kannt á
efnið.
6.2.3 Þrep hefluð (myndir 6, 10)
Með hjálp stýringarinnar (13) er hægt að hefla
þrep.
Festið stýringuna (13) á vinstri hlið hefilsins (sjá
lið 5.3)
Losið um festinguna (a) og stillið
þrepadýptarskalann (11) þannig að rétta dýpt
þreps er sýnd. Festið þvínæst aftur festinguna (a).
Þrepbreidd:
Þrepabreiddina er hægt að stilla með langsum-
stýringunni (13).
Þrepdýpt:
Við mælum með því að stilla inn 2mm hefildýpt og
hefla oft yfir efnið þar til að réttu dýptinni er náð.
66
IS
Anleitung PRO_HB_82_SPK7:_ 23.07.2008 8:40 Uhr Seite 66