89
Skipt um hvirfil
ATHUGASEMD!
Gamalli olíu ætti að skila til fyrirtækis sem sér um förgun hennar í samræmi
við ríkjandi reglugerðir.
Skipta skal um pakkningu og O-hring fyrir áfyllingarlokið í hvert skipti sem
olían er könnuð og henni skipt.
VARÚÐ!
Ef um leka innávið er að ræða getur skapast þrýstingur í
olíupönnu. Þegar olíulokið er fjarlægt skal halda tusku yfir
opið til að koma í veg fyrir að olía sprautist.
VARÚÐ!
Áður en dælan er tekin í sundur og hún sett saman skal
tryggja að aflgjafinn sé aftengdur og fjarlægja cabtyre-
kapalinn úr stjórnborðinu. Til að koma í veg fyrir alvarleg slys
skal forðast að gera leiðnipróf á meðan verið er að taka dæluna í sundur og
setja hana saman.
VARÚÐ!
Framkvæmið prufukeyrslu þegar dælan er gangsett eftir að
hún hefur nýlega verið sett saman. Hafi dælan ekki verið sett
saman á réttan hátt getur það leitt til óeðlilegrar vinnslu,
raflosts eða vatnsskemmda.
VARÚÐ!
Slitinn hvirfill hefur oft hvassar brúnir. Gætið þess að skera
ykkur ekki á þeim.
Vandræði við gangsetningu
VARÚÐ!
Til að forðast alvarleg slys skal aftengja dælu frá aflgjafa áður
en hún er skoðuð.
Lesið þessa handbók vandlega áður en kallað er eftir viðgerð. Virki dælan ekki
eftir að hún hefur verið skoðuð aftur, skal hafa samband við söluaðila Tsurumi.
Lýsing á hlutum (sjáið teikningu í viðauka):
Nr.
Nafn hlutar
Nr.
Nafn hlutar
Nr.
Nafn hlutar
1
Cabtyre kapall
35
Olíulok
53
Mótorvörn
20
Dæluhylki
36
Smurning
54
Stokkur
21
Hvirfill
37
Losunarbeygja
55
Snúður
22
Inntakshlíf
46
Loftventill
56
Dæluhylki
23
Sigtisstandur
48
Skrúfaður flans
60
Leguhús
25
Þéttingar
52A
Efri legur
64
Mótorgrind
26
Olíuinnsigli
52B
Lægri legur
Dælan fer ekki af
stað
Dæla er ný eða gert hefur verið við hana og hún prófuð
• Kannið hvort spennan sem er til staðar passi við uppgefna spennu á upplýsingaskiltinu.
• Mælið við lausa enda kapalsins (opnið aldrei mótorinn) einangrunargildi jarðtengingar (yfir 20 M
Ohm) og stöðugleika snúnings. Á þriggja fasa mótorum skall kanna hvort ohm-gildi
• Þriggja snúninga sé innan við ±10%.
Dælan hefur starfað á fullnægjandi hátt
• Sama og fyrir ofan nema hvað einnig þarf að skoða hvirfil (steinar, rusl, ryð á milli hvirfilblaða
og inntakshlífar eftir langt notkunarleysi).
Dælan fer af stað en
hættir strax, kviknar
á mótorvörn
• Löskun á snúningi mótors eða kapli. Opnið ekki mótorinn. Kannið á sama hátt og hér fyrir ofan.
• Hvirfill fastur eða stíflaður.
• Ef dælan er ný, röng spenna eða tíðni.
• Spenna of lág (algengasta ástæða); kannið spennu úr aflgjafa við vinnslu.
• Ef spenna kemur úr díselrafstöð, ónákvæm tíðni.
• Röng snúningsstefna.
• Vökvi er of seigur eða of þéttur.
• Röng stilling á ofhitunarliða.
Kraftur dælunnar og
dælurúmtak er lítið
• Röng snúningsstefna.
• Fast efni (steinar, o.s.frv.) í dæluhylki.
• Hvirfill alvarlega laskaður eða lega skemmd. Gerið við tafarlaust.
• Dælan liggur á hliðinni og tekur inn dálítið af lofti. Líklega ört slit.
• Röng snúningsstefna.
• Mótstaða í rörum of mikil.
• Slitinn hvirfill, stíflaður að hluta til eða rennslið alvarlega takmarkað vegna harðs botnfalls.
• Sía eða inntak stífluð.
• Dælan tekur inn loft eða vökvinn er rokgjarn að hluta til eða inniheldur hátt hlutfall af gasi.
Dælan framkallar
hávaða eða titring
AÐVÖRUN!
Setið aldrei hendi eða aðra hluti inn í innrennslisopið undir
dæluhlífinni þegar dælan er tengd við rafmagn.
Áður en dæluhlífin er skoðuð skal ganga úr skugga um að
dælan sé ekki tengd við rafmagn.
Tryggið að dælan sé að fullu samsett áður en hún er sett af stað aftur.
Tryggið að fólk í nágrenni sé í öruggri fjarlægð frá slöngu eða startbúnaði
og forðist snertingu við vatnið.
Fjarlæging á inntakshlíf og sérstaklega fjarlæging á hvirfli og jafnvel enn frekar á
pakkdós, skal framkvæmd af vélvirkja. Sýnið honum viðeigandi teikningar.
Ef af dælunni stafar skrítin lykt eða útliti hennar er á einhvern hátt ábótavant skal
hreinsa hana rækilega áður en vélvirkinn kemur við hana.
Þegar vélvirkinn setur dæluna aftur saman mun hann snúa hvirflinum með
hendinni til þess að kanna hvort hann snúist frjálslega og að ekki heyrist neitt tikk
eða skrap frá legunni. Hvirflar sem ekki eru hringiðulaga þurfa að hafa inntakshlíf
sem er 0,3 til 0,5 mm þegar þeir eru nýir eða ný-viðgerðir.