HAFIST HANDA
Tækið tengt við sjónvarp
Valkostur A: notkun ljósleiðarasnúru - sjá mynd 2
Fyrir hljóðtengingu er mælt með að tækið sé tengt við sjónvarp með ljósleiðarasnúru
(blá) þar sem það veitir bestu hljómgæðin.
1. Fjarlægið hlífðarhetturnar af báðum endum ljósleiðarasnúrunnar.
2. Setjið ljósleiðarasnúruna (blá) í samsvarandi (bláa) „ljósleiðari INN“ innstungu
(„Optical IN“) aftan á tækinu og svo í „ljósleiðari ÚT“ innstungu („Optical OUT“)
aftan á sjónvarpinu.
Ekki skal geyma tækið í skúffu þar sem það gæti truflað drægi þess - sjá mynd 9.
Þegar ljósleiðarasnúra er notuð til að tengja tækið við sjónvarp eru eftirfarandi sta-
frænu hljóðsnið studd:
Stafrænt víðóma (PCM)
Dolby Audio™
Það gæti reynst nauðsynlegt að stilla sjónvarpið, DVD-spilarann eða heimabíóið til
að velja eitt af studdu hljóðsniðunum. Athugið að ekki er víst að tækið geti
straumspilað hljóð á óstuddu hljóðsniði.
Valkostur B: notkun hliðrænnar hljóðsnúru - sjá mynd 3
Einnig er hægt að tengja tækið við sjónvarp með hliðrænni snúru. Fylgið eftirfarandi
skrefum:
1. Stingið tengi (fjólublátt) hliðrænu snúrunnar í innstunguna aftan á tækinu.
2. Stingið svo hliðrænu hljóðsnúrunni í samsvarandi innstungur aftan á tækinu.
Nota skal annaðhvort ljósleiðara eða hliðræna snúru til að tengja tækið við sjónvarp.
Ekki er þörf á að nota bæði.
Ef báðar snúrurnar eru tengdar velur tækið ávallt tengingu um ljósleiðarasnúru.
Kveikt á tækinu
Til að kveikja á tækinu skal tengja micro USB-snúruna við tækið og setja svo hinn enda
hennar í USB-innstunguna aftan á sjónvarpinu.
Kveikið því næst á sjónvarpinu.
Ef sjónvarpið er ekki með USB-tengi skal nota hefðbundið USB-hleðslutæki (ekki innifalið).
Hleðslutækið ætti að veita minnst 500 mA (2,5 W) af afli.
122